Tíbrá - 01.01.1892, Page 22

Tíbrá - 01.01.1892, Page 22
18 frá sjer orfið örvilnunarfullur, dró djúpt and- varp, og sagði við sjálfan sig: »Nú verða veslings-börnin mín að fara á hrepp- inn, fyrst eg endist ekki lengur til að vinna fyrirþeim.« I hlíðinni uppi yfir voru létt þoku- bönd að kvísla sig til og frá fyrir hægri golu. Þau ýmist smugu 1 hverja klettaskoru, eða hófu sig upp í smáum sundurlausum hnöppum, og kölluðust á um eitthvað, sem þeim hvarflaði í huga. Golan var svo máttlaus, að hún ljek sér að því að smátæta þau í sundur, eða þá ofurhægt rak þau saman, svo sem hún hefði ekkert að gjöra nema að leika sér hugsunar- og tilgangslaust. Rétt í þessu brauzt sólin fram, og undan einu þokuskýinu gægðist þrefaldur regnbogi, skín- andi í öllum upphugsanlegum litaskiptum. Nátt- úran var svo blið og róleg, en aðgjörðalaus. Þarna lá veslings bóndinn, uppgefinn að slá harða völlinn. Þar skammt í frá léku litlu börnin sjer hugsunarlaust, glöð og ánægð með hið yfirstandanda. »Iíeyrðu«, kallaði þá sólin til golunnar. »Var það ákvörðun okkar að gera ekkert nema að skemmta okkur?« »Og að gagna öðrum,« svaraói golan, og leið ofur hægt yfir andlitið á bóndanum, sem þerr- aði svitann af enni sér. »Sameinum þá krapta olckar,« sagði sólin.—

x

Tíbrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíbrá
https://timarit.is/publication/515

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.