Tíbrá - 01.01.1892, Page 24
20
búið að hleypa því út úr stekknum. Þetta var
það að segja, á milli þess að það hljóp undir
mömmu sína og fékk sér góðan mjólkursopa
úr spenunum á henni.
Ærin, mamma þess, var að jórtra af ánægju
yfir því, að hafa fengið litla lambið sitt aptur.
Hún hafði verið svo óróleg alla nóttina að
rangla til og frá um stekkjarbólið, að leita að
því. Það hafði mörgum sinnurn jarmað upp
þessarri spurningu, þegar hún loksins kyngdi
jórturtuggunni niður og sagði:
»Eg veit það ekki, lambið mitt! hvers vegna
mennirnir fara svo með okkur. En það man
eg, að þegar eg var ofboðlítið larnb eins og
þú, þá var eg öldungis eins tekin frá henni
mömmu minni, og síðan var eg flutt svo langt
burtu, að eg sá hana aldrei framar.
»Sástu hana aldrei framar?« jarmaði lambið
aumkunarlega.
»Jú, eg mun hafa séð hana. En eg þekkti
hana þá ekki innan úr hinu fénu. Það var um
haustið. Eg var þá alveg búin að gleyma
henni.«
»Gleyma henni mömmuþinni?« sagði lambið,
og hristi undrandi litla höfuðið.« Eg er viss um,
að eg gleymi þér aldrei.«
Ærin lypti nú upp fætinum, því að lambið
saug hana svo fast, og labbaði ofurhægt út klett-
ana jórtrandi og litla lambið á eptir henni.