Tíbrá - 01.01.1892, Síða 26
22
svartkollótta gymbur á handleggnum og sagði
við Ólöfu:
aTaktu við þessu lambi. Það festi sig á milli
steina og braut á sjer fótinn.«
Ólöf hljóp heim til pabba síns og sagði hon-
um frá þessu.
»Þú mátt eiga það,« sagði hann, »ef þú get-
ur tjóðrað í það lífinu.«
Nú tók Ólöf litla til starfa. Hún fór með
litla lambið upp á pall til mömmu sinnar og
bað hana að gefa sjer þráðarspotta, og pabbi
hennar gaf henni tvær þunnar spýtur, og hún
lagði spýturnar við litla brotna fótinn og batt
þær svo fastar með þræðinum. Morguninn ept-
ir fór hún með litlu Kollu út á kvíavegg, og
bað um ærnyt handa henni, og hún fékk hana.
Það var mjólkin úr henni mömmu hennar.
Svona leið nú ein vika, og einlægt kom Ólöf
litla á kvíavegginn með Kollu sína, sem nú var
farin að jarma eptir henni og elta hana á þrem-
ur fótum, eins og hún væri mamma hennar.
Stundum setti hún Kollu niður í kvíarnar og lét
hana sjúga liana mömmu sina, sem þefaði af
henni og fór þá aptur að jórtra ofur rólega,
rétt eins og hún vildi eiga lambið sitt hjá Ól-
öfu litlu.
Svona leið nú sumarið. Einlægt heilsaði litla
Kolla upp á mömmu sína og fékk sér sopa, og
labbaði þá ofur rólega heim á eptir Ólöfu litlu,