Tíbrá - 01.01.1892, Page 27

Tíbrá - 01.01.1892, Page 27
23 sem Kollu litlu þótti nú svo vœnt um. Nú var búið að taka spilkurnar af fætinum og hún var ekki hölt lengur. Olöf litla fór opt út með matinn sinn og borð- aði hann hjá Kollu litlu, og þær kölluðu hvor til annarrar og voru opt saman. Nú kom haustið, og þá var öllu fénu safnað saman i stóra rétt. Þangað kom Kolla litla. Hún leitaði um alla réttina að henni mömmu sinni, og hún fann hana inni í einu horninu og heilsaði henni. Mamma hennar sagði: »Ertu nú eigi búin að gleyma mér, lambið mitt?« »Nei, elsku-mamma,« sagði Kolla. »Mérþyk- ir ofboðvænt um þig; en mér þykir líka vænt um hana Ólöfu litlu. Hún hefir. verið svo góð við mig í sumar.« »Það er rétt, lambið mitt! Vertu þakklátvið alla, sem eru góðir við þig. Öllum er illa við þá, sem eru vanþakklátir.c Nú labbaði Kolla litla til Ólafar, nuddaði sér utan í pilsið henn- ar, svo sem hún væri að þakka henni fyrir sig. Tveimur árum síðar átti Kolla ofboðlítið lamb, sem Ólöf bar í fanginu. Kolla gekk jarm- andi á eptir og sagði: »Vertu eins góð við lambið mitt og þú varst við mig.« Ólöf græddi margt fé út af Kollu sinni.

x

Tíbrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíbrá
https://timarit.is/publication/515

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.