Tíbrá - 01.01.1892, Síða 32
28
»HejTrðu, litla kisa mín! Hjeðan af verður
þú nú að sleikja þig sjálf, iiggja einsömul, og
afla þjer matar, því að bráðum eignast eg of-
urlitla kettlinga og verð þá að fara að hugsa
um þá«.
»Já, mamma mín!« sagði litla kisa. »Egget
vel sleikt mig sjálf, og eg get vel sofið ein-
sömul. En eg hefi ekki lært að vinna mér
brauð*.
»Jú, víst heflrðu lært það«, sagði gamla
kisa. »Eg hefi kennt þér að veiða mýs«.
Nú fór litla kisa út, til að vita, hvað hepp-
in hún yrði.
Það var komið undir kvöld og hún var
heldur huglitil, þvi að nú vissi hún, að hún
átti að fara að sjá fyrir sér sjálf.
»Hvert á eg að fara?« spurði hún mömmu
sína.
»Niður i garðinn*, svaraði hún.
Litla kisa hlýddi því og hitti nú hreysikött-
inn, sem sat úti á skarnhaugnum og sleikti út
um munninn.
»Sæll vert þú, hreysiköttur!* sagði litla kisa.
»Hvaða erindi átt þú hingað?« spurði hreysi-
kötturinn.
»Eg kem til að veiða mýs«, sagði litla kisa.
»Eg á nú að fara að sjá fyrir mér sjálf, og
mamma mín heldur, að eg geti það«.
»Það er helber vitleysa!« sagði hreysiköttur-