Tíbrá - 01.01.1892, Side 33

Tíbrá - 01.01.1892, Side 33
29 inn, »því að það eru orðnir of margir um að veiða mýs; það væri betra fyrir þig að velja einhvern annan lifsveg, því að mýsnar eru einlægt að fækka í heiminum, og eg hefi ekk- ert haft að éta i allan dag, þangað til að eg veiddi mjer núna litla og magra mús til kvöld- matar«. Við þessa fregn varð litla kisa hrygg og gekk inn í heyhlöðuna, og þar hitti hún nátt- uglu, sem sat þar upp á efsta bjálkanum. »Komdu sæl, frændkona góð! Hvernig líður þjer?« sagði hún við litlu kisu. Kisa mælti: »Mér líður ekkert vel. Eg verð að veiða mér mýs til viðurværis, og mér hefir verið sagt, að það séu ekki nema örfáar mýs til í öllum heiminum og margir þurfi að lifa af þeim«. »Það er alveg satt!« sagði uglan. »Eg hefi setið hérna í allt kvöld, og ekki heyrt svo mikið sem hrært við einu hálmstrái«. Þá gekk litla kisa heim til mörnmu sinn- ar og sagði henni, hvernig sér liefði gengið ferðalagið. »Þú skalt þó ekki fara svöng að sofa«, sagði mamma hennar, þegar hún hafði sagt henni söguna. »A meðan þú vart í burtu, veiddi eg ofur- litla mús lranda þér. Eg hugsaði, að það mundi fara fyrir þér eins og fór«.

x

Tíbrá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíbrá
https://timarit.is/publication/515

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.