Tíbrá - 01.01.1892, Side 37
33
um og veraldarhöfin af ótölulegum smádrop-
um.
Lærðu af þessu, að lítilsvirða aldrei smá-
muni, og sömuleiðis að óttast ekki, að takast
stórvirki á hendur. Hið mikilfenglegasta verk
verður létt, ef því er skipt í marga parta. Þú
getur ekki stokkið yfir neitt fjall, en þú kemst
yfir það, með því að ganga fet eptir fet.
Mundu æfinlega eptir, að stóra húsið að tarna
er einungis steinn ofan á steini, og að fáein
vingjarnleg orð og smá góðvildaratlot geta
umskapað þessa jörð í himnaríki«.
Bergmáliö.
(Þýtt).
»íIopp, hopp, hopp!« hrópaði Hinrik litli,
þegar hann var að leika sér á akri nálægt
skógi einum.
»Hopp, hopp, hopp!« svaraði bergmálið apt-
ur.
»Hver er þar?« kallaði Hinrik forviða.
»IIver er þar?« svaraði bergmálið aptur.
»Heimskinginn þinn!« hrópaði Hinrik eins
hátt og hann gat.
»Heimskinginn þinn!« svaraði bergmálið eins
hátt innan úr skóginum.
Yfir þessarri ósvffni varð Hinrik fokreiður,
og kallaði upp mörg ljót nöfn. Bergmálið
sendi honum aptur hvert einasta orð í sama
3