Tíbrá - 01.01.1892, Page 46

Tíbrá - 01.01.1892, Page 46
42 »Veit móðir ykkar afþessu ferðalagi?« spurði hann. »Nei. Hún sagði okkur að fara að hátta. En við gátum ekki fengið það af okkur, fyrr en faðir okkar kæmi heim, og þá fórum við að leita að honum*. »Hann er hér!« »Er hann?» sögðu þær ogþærurðuglaðariíbragði. »Jú. Hann er þarna sofandi, en eg skal vekja hann fyrir ykkur«. Maðurinn svaf fast og var ilit að vekja hann. En þegar hann vaknaði, höfðu dætur hans tekið í liöndina á honum, og hann lofaði þeim að leiða sig heirn. Þar voru nokkrir menn inni og horfðu á þetta. Einn þeirra sagði: »Guð blessi þessi börn og geíi þeim hófsaman föður«. »Þær eru góðu englarnir hans«, sagði annar. »En eg er hræddur um, að þessir englar séu ekki nógu sterkir, til að leiða hann á þann veg, sem hann hefir yfirgefið. En guð getur enn snúið lijarta hans, og gefið börnunum gott lieimili«. Kvöldið eptir kom faðir þeirra heim ódrukk- inn, ogþegar þau höfðu tekið kvöldverð, stóðu litlu stúlkurnar sín við hvora hlið á honum; þá sagði hann lágt: »Þið skuluð aldrei optar verða neyddar til að fara út á nóttinni til að leita að mér«.

x

Tíbrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíbrá
https://timarit.is/publication/515

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.