Tíbrá - 01.01.1892, Page 48
44
og hann var hræddur um, að faðir sinn mundi
reiðast sér.
Dulinn sannleikur.
Einu sinni kom drengur úr skólanum og
móðir hans sagði við hann: »Hvar heflrðu
verið, drengur minn? Skólanum er lokað kl.
4, en nú er klukkan 6. Hvar hefirðu verið?«
»Þegar við erum í knattleik, þá gleymum við
öllu«, sagði hann. »Er kvöldmaturinn tilbú-
inn?«
Móðir lians hélt, að hann hefði verið í knatt-
leik með félögum sínum, en raunar hafði kenn-
arinn lokað hann inni, af því að hann sveikst
um að læra, en hann vildi ekki láta móður
sína vita það. Samvizkan sagði honum, þegar
hann fór að borða: »Það er synd og skömm
að gabba liana móður sina. — Eg gef því eng-
an gaum«, sagði hann við sjálfan sig. »Eg
laug engu. Eg sagði ekki, að eg hefði verið
að leika mér«.
En samvizkan sagði aptur á móti: »Þú
komst móður þinni til að hugsa, að þú hefðir
verið að leika þér, og það var ósatt«.
»En eg laug ekki«, sagði hann við sjálfan
sig.
Hvað haldið þið um það, börnin mín?
Sagði hann satt eða sagði liann ósatt? Eg