Tíbrá - 01.01.1892, Page 50
46
ur fyrir 20 árum og var á gangi urn þessar
slóðir, að góðhjörtuð kona, borgaði einu sinni
fyrir mfna keyrslu alveg á sama hátt«.
»Æ!« sagði hún — »Eg er sama konan, en
kringumstæður rnínar hafa breytzt«.
»Það er heppilegt« sagði skipherrann. »Eg
er nú orðinn auðugur maður, og kem heim til
föðurlandsins, til að geta notið auðsins sem
bezt. Nú skal eg gefa yður 25 pund (um 450
kr.) árlega, á meðan þér lifið«.
Konan fór að gráta og tók þakksamlega á
móti boði hans.
»Kastaðu brauði þínu á vatnið, því þú skalt
finna það aptur eptir marga daga«, stendur
skrifað. Eg skal skýra þessi orð fyrir ykkur.
I Egyptalandi flýtur ánin Níl yfir bakka sína á
hverju ári, og þegar akrarnir á báðar liliðar
eru yfirflotnir, kasta menn sæðinu út á vatnið
og það söklcur niður í aurinn, sem er á botn-
inum. Þegar svo vatnið setur niður, festir
sæðið rætur, og »eptir marga daga« kemur
ríkuleg uppskera.
Þessi kona kastaði brauði sínu á vatnið.
Hún gjörði fátækum dreng gott, og »eptir
marga daga« gat hann aptur gjört henni mik-
ið gott.