Tíbrá - 01.01.1892, Síða 53
49
mamma liennar fékk aldrei ástæðu til þess að
halda, að Margrét væri skeytingarlaus um sína
beztu jarðnesku vini, eða gleymdi, hversu
mikla elsku barnið skuldar viðkvæmri móður.
Gott eptirdæmi.
(Þýtt).
Einu sinni var fátækur drengur tekinn í
munaðarleysingjaskóla. Þar var hann látinn
þvo andlit sitt.
Þegar hann kom heim aptur, horfðu nágrann-
arnir undranarfullir á hann og sögðu: «Þessi
drengur er líkur honum Tómási, sem við þekkt-
um. En það getur ekki verið hann, því að
hann er svo hreinn*.
Þá horfði móðir lians á hann og sá, að liann
hafði þvegið sér, og fór að hugsa um, að hún
væri óhrein, og fór að þvo sér.
Litlu síðar kom faðir hans heim frá vinnu
sinni og sá, að konan hans og sonur voru
bæði hrein, og hugsaði með sér: »Eg hefi
ekki þvegið mér». Og hann fór og gjörði
það.
Þegar þau voru öll orðin hrein, fór konan
að hugsa um, að herbergið liti ekki vel út.
Hún fékk sér vatn og fór að þvo gólfið.
Kona nokkur, sem átti heima við hliðina á
þeim, tók eptir breytingunni, sem var orðin
hjá nágrönnunum, og fór líka að hugsa um, að
4