Tíbrá - 01.01.1892, Page 58

Tíbrá - 01.01.1892, Page 58
64 »Lestu og lærðu!« sagði móðir min. »Ann- ars hlýt eg skammast mín fyrir að eiga þig fyrir son«. Jóni Grant þótti gaman að leika sér. En honum þótti þó meira gaman að lesa, og hann lærði meira utan skólans en eg lærði í honum. Jón er nú orðinn eins og eg, fullorðinn maður. En næsta er hann ólíkur mér. Eg sé nú yfir- sjón mína. En nú er það orðið of seint. Eg hefi nú ekki tima til að læra, því að eg verð að vinna mér brauð«. Sagíin af Demosþenes. Eg ætla aðsegja ykkur sögu, börnmín! sem sýnir, hverju einbeittur vilji orkar, og hvað hátt maðurinn getur komizt, ef hann leggur fram alla krapta sína, þótt þeir sýnist vera veikir og ónógir. Demosþenes var griskur mælskumaður, sem fæddist 381 fyrir Krists burð. Hann missti föð- ur sinn, er hann var 7 ára gamall, og litlu síðar allar eigur sínar. Iiann hafði veikbyggð- an líkama og mjög ófullkomið málfæri, enda svo ófullkomið, að hann stamaði, og þó ásetti hann sér að verða mælskumaður, en hann hafði einbeittan vilja og kjark. I fyrsta skipti sem hann hélt ræðu á almanna- færi, var hann hæddur og hrópaður, en hann missti ekki kjarkinn, heldur gerði allt, sem á

x

Tíbrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíbrá
https://timarit.is/publication/515

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.