Tíbrá - 01.01.1892, Side 61
57
uppábakið ogsagði: »Eg vil helclur bera hann-
en að hún mamma mín geri það.«
»Á eg ekki að bera hann ofboðlítið fyrir
þig?«
»Eg þakka yður fyrir,« sagði hann hæversk-
lega. »Eg vil bera sjálfur byrðina mína.«
»Þú ert hugrakkur drengur, svo smávaxinn
sem þú ert,« sagði eg og fór leiðar minnar.
Þá mætti eg öðrum dreng, miklu stærra og-
sterkara. Hann bar líka poka á bakinu, en.
blés og varpaði honum niður við hvert fótmál,
og sagði þá við litla stúlku, sem var með hon-
um: »Svona! Nú hefi eg borið hann að minum
helmingi. Taktu nú við honum, telpan þín!«
Hún fór að kjökra og sagði: »Vegurinn er
ekki hálfnaður fyrr en hjá stóra steininum
þarna.«
»Eg ber hann nú elcki feti lengra,» sagði
hann. Taktu nú við honum, eða eg hleyp heim
til mömmu okkar og segi henni, að þú viljir-
ekki bera hann að þínum parti.«
Hún horfði í allar áttir eptir einhverri hjálp-
og hluttekningu. En er hún var hvergi sýni-
leg, vatt hún pokanum á bakið á sér, því a&
hún var líka sterk, og gekk álút og möglandi
leiðar sinnar, og eg mina leið.
Þessi dagur leið og margir aðrir. Börnin
komust heim, sum ánægð yfir að hafa fyllt.