Tíbrá - 01.01.1892, Síða 63
59
»Já,« sagði hann. »Eg er sami drengurinn,
sem þér þá mættuð.«
»0g orðinn svona efnaður?«
Þá er eg sagði þetta, þurrkaði gamla konan
af sér nokkur tár, skaut frá sér rokknum og
gekk út.
»Já, svona er eg orðinn efnaður, af því að
eg bar mína eigin byrði, og lagði hana aldrei
upp á annarra bak.«
»Jú, og mína líka,« sagði móðir hans og
þerrði tárin úr augum sínum, svo sem hin kon-
an. En hversu ólík voru tár þeirra! »Jú, og
annarra líka,« bætti hún við. »Hann hjálpar
öllum, sem hann getur.«
»0g allir eru líka góðirvið mig,« sagðihann
smábrosandi.
»0g þér,« sagði eg, »sem ekki vilduð þiggja
neina hjálp, með hvaða töfraafli eruð þérkom-
inn að þessu takmarki?«
»Með því að bera mína eigin byrði, og jafn-
framt að veita öðrum alla þá hluttekning og
mannúð, sem eg hefi getað látið í té.«
»0g bera þó yðar byrði?« sagði eg.
»Já, byrði vora getur enginn borið nema vór
sjálíir.«
»Én hver erþessi gamla kona, semgekkút?*
spurði eg.
»Hún er niðursetningur hjá okkur.«