Tíbrá - 01.01.1892, Side 64

Tíbrá - 01.01.1892, Side 64
60 »Ertu þá svona vondur við hana?« hugsaði eg og festi spyrjandi á hann augun. Hann sá, hvað eg hugsaði, og sagði brosandi: »Engin mannleg hönd orkar að lækna sært móðurhjarta.« »A hún börn?« spurði eg. »Já, og var auðug, þegar maðurinn henn- ar dó.« »0g er nú orðin svona fátæk?« spurði eg undrandi. »Hefir heilsuleysi eða önnur óhöpp valdið tjóni hennar?« »Sundurlyndi,« sagði hann. »Munið þér ekki eptir drengnum og litlu stúlkunni, sem urðu á vegi yðar i sama skiptið?« Eg hugsaði mig um. »Jú, eg man eptir þeim. Þau þráttuðu um baggann sinn, og honum var varpað á herðar þess, sem var veikari.« »Jú, alveg satt, maður minn! Það varð og orsök ógæfunnar. Enginn vildi létta undir ann- ars byrði, en þau þráttuðu og möttust um hvert lítilræði. Allt gekk við það á tréfótunum, þar til er eigurnar þrutu og sveitin tók við.« »En stóri drengurinn ? Hvað varð af honum?« spurði eg. »Hann Jón?« sagði hann. «Hann heldur enn að sér höndum og bíður eptir að einhver lypti undir baggann sinn, og veslings móðirin tekur sér þetta svo nærri, að hún fer æfinlega að gráta, er hún heyrir talað um góð börn.«

x

Tíbrá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíbrá
https://timarit.is/publication/515

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.