Tíbrá - 01.01.1892, Side 65

Tíbrá - 01.01.1892, Side 65
61 »Veslingurinn!« sagði eg. »En stúlkan? Hvar er hún?« »Hún fer hingað og þangað í rænuleysi og heflr nóg með sjálfa sig. Þau voru upp alin við allsnægtir og treystu auðnum. En hann geklc til þurrðar, áður en þau áttuðu sig á lífinu, og þá er þau fyrst áttuðu sig, var kjarkurinn þrotinn, til þess að ryðja sér nýja braut, og þau hugsa einungis um, hvað æskilegt hefði verið, ef svona og svona hefði gengið.« »í því er ógæfa þeirra fólgin,« mælti eg. »Við verðum að vinna og bíða, en megum ekki dreyma og bíða. Það eru tvö orð með djúpu millibili. Þér hafið borið baggann yðar vel. Það er tignarlegt að vera sinnar eigin ham- ingju smiður.« »Vel!« sagði hann seint. »Það orð er líka þýðingarmikið, og verður að eins sagt einu sinni, hverjum sem það hlotnast, þá er síðasti bagg- inn er látinn niður. Ef þá er vel, þá er öllu óhætt. Eg hefi treyst á mína krapta í gegn um guðs krapt, maður mínn! I styrkleika hins styrkva hefi eg verið sterkur. I því er leynd- ardómurinn fólginn, að lcomast áfram í heim- inum.« Eg kvaddi, þakkaði fyrir mig, tókpokaminn á bakið og gekk leiðar minnar, og sá þennan mann aldrei framar. En eg er viss um, að hann hefir komizt vel áfram.

x

Tíbrá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíbrá
https://timarit.is/publication/515

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.