Tíbrá - 01.01.1892, Side 68
64
var látið af. Sonur barónsina var þá ekki
heima. Þessi frakkneski maður fór þá að gera
gys að trúarbrögðunum. Baróninn sagði: »Ertu
ekki hræddur við að tala þannig um guð, sem
•býr hérna uppi yfir okkur?«
»Eg þekki hann ekki,« sagði maðurinn. »Eg
hefi aldrei séð hann.«
Baróninn svaraði honum ekki upp á það.
Daginn eptir gekk liann með honum umhverfis
kastalann, og sýndi honum fyrst mjög fallega
mynd, sem hékk inni á veggnum.
Maðurinn dáðist mikið að henni og sagði:
»Hver sem hefir málað þessa mynd, kann vel
að fara með málaraburstann.*
»Sonur minn hefir málað hana,« sagði bar-
óninn.«
»Þá er hann sannarlega maður vel fær,«
sagði gesturinn.
Þá fylgdi baróninn honum inn í aldingarðinn
■og sýndi honum þar mörg fögur blóm og trjá-
plöntur.
»Hver hirðir um garðinn?« spurði gesturinn.
»Það gerir sonur minn,« sagði baróninn. »Mér
er óhætt að segja, að hann þekkir allar jurtir,
sem til eru, frá sedrusviðnum á Líbanon til
ísópsins, sem vex á veggnum.«
»Er því þannig varið?« sagði gesturinn. »Eg
hefi mikið álit á honum.«
Síðan fylgdi baróninn honum inn í nálægt