Tíbrá - 01.01.1892, Side 69
65
bóndaþorp og sýndi honum þar sérstakt hús.
Sonur hans haíði stofnsett þar skóla fyrir mun-
aðarlaus börn, og lagði allt sjálfur til hans.
Börnin voru svo glöð og frjálsleg, að gestinum
fannst mikið um það, ogsagði: »Þér eruð auðnu-
maður, að eiga þvilíkan son!«
»Hvernig vitið þér, að eg á góðan son?«
sagði baróninn
»Af því að eg hefi séð verk hans, og af
þeim dæmi eg, að hann hlýtur að vera góður
maður og vel fær, ef hann hefir gert allt það,
sem þér hafið sýnt mér eptir hann.«
»En þér hafið þó aldrei séð hann!«
»Nei. En eg þekki hann mjög vel. Eg dæmi
hann eptir verkum sínum.«
»Það er hyggilega gert,« sagði baróninn.
»Þannig dæmi eg einnig um eiginleika vors
himneska föður. Verk hans lýsa þvi, að vis-
dómur hans hlýtur að vera takmarkalaus; al-
mætti hans og gæzka sömuleiðis.«
Maðurinn skammaðist sín og gerði ekki fram-
ar gabb að trúarbrögðunum.
Hversu mörgum fer líkt og þessum ferða-
manni. Þeir dást að verkum og hyggindum
ttanna, en gleyma verkum og visdómi guðs,
eru fúsir á að taka þeirra trúarbrögð, en hafna
trúarbrögðum guðs, skrifa allt upp á reikning
náttúrunnar, en gleyma höfundi hennar. Iiún
6