Tíbrá - 01.01.1892, Síða 70
66
er of auðug að vizku og fyrirhyggju til þess
að vera blindingsverk. Vér stöndum mitt inn-
an í kraptaverkakerfi, en erum þó blindir fyrir
þeim; erum sjálflr kraptaverk, en orkum þó
ekki að skapa einn orm eða eitt laufblað af
sjálfs rammleik. Hvað skyldi höfundi náttúr-
unnar vera ómögulegt? og hverjum hefir hann
staðið reikning af verkum sínum?
Óframsýni.
Jakob litli átti mörg lömb, og þótti ósköp
vænt um þau öll saman, lék sér að þeim um
vorið á stekkjartúninu og hélt, að þau væru
einungis sköpuð til þess að skemmta sér.
Hann fékk orf og ljá, þegar sumarið kom,
og nú fór hann að slá grasið handa þeim. En
það var óþurrkasumar og heyið skemmdist, og
hann náði litlu inn í hlöðuna sína.
Nú kom haustið og öll lömbin hans komu af
fjallinu. Þau voru stór og falleg og honum
þótti jafnvænt um þau öll. Hann tímdi engu
að lóga af þeim.
Pabbi hans sagði: »Þú getur ekki látið þau
öll lifa, Jakobminn! Heyið þitt er of litið handa
þeim og gefst illa. Það er hrakið, og eg er í
húsmennsku og á ekkert hey, og get því ekki
hjálpað þér, þótt eg vildi.«
»Eg tími eklci að lóga þeim,« stundi Jakob
upp. »Mér þykir svo vænt um þau. Eg tími