Tíbrá - 01.01.1892, Síða 72

Tíbrá - 01.01.1892, Síða 72
68 þér hefði verið betra að eiga nú þrjú lagleg lömb, eins og eg sagði þér, ef þú hefðir fylgt ráðum mínum?« »Jú,« sagði Jakob. »Eg hefi orðið fyrir mikl- um skaða.* »Já,« sagði pabbi hans. »Þú hefir orðið fyrir meiri skaða en þú veizt af. Þú hefir ekki ein- ungis misst aleigu þína, en þú hefir líka verið grimmur og miskunnarlaus. Það er verra. Eða mundir þú ekki kalla það grimmd og ill- mennsku af mér, ef eg hefði hlaðið svo á mig f'ólki, að eg ekki hefði liaft nægilegt handa því að borða, svo að það hefði dáið úr hungri? Þú kvartar undan skaðanum. En livernig lield- urðu að lörnbin geti kvartað undan þér, þar sem þau kvöldust svo mjög? Þú veizt þó, að guð hefir ekki gefið okkur skepnurnar til að fara illa með þær, heldur til að lrafa gagn af þeirn, og það getum við bezt með því, að fara vel með þær.« »En eg treysti útiganginum fram eptir haust- inu,« sagði Jakob. »En guð sýnir oss á stundum, að vér meg- um ekki freista hans með óskynsemi. Þá hefir liann engri hjálp heitið oss, lieldur einungis, þá er vér högum oss skynsamlega. Ef óhöpp. koma þá upp á þá, er það annað mál. Iíugs- aðu þér, hvað það er sárt að deyja úr hungri og hor?«

x

Tíbrá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíbrá
https://timarit.is/publication/515

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.