Tíbrá - 01.01.1892, Side 77

Tíbrá - 01.01.1892, Side 77
73 orðum: »Minn frið gef eg yður!« er enn til á jörðunni i brjóstum sannra lærisveina Jesú. Hinn ósýnilegi heimnr. (Þýtt úr »Naturens Vidundere«). »ímyndunarafl vort verður jafnt frásérnumið af því, sem er óendilega smátt, sem því, sem er óendilega stórt,« segir einn ágætur nátt- úrufræðingur. 0g í sannleika ganga sköpunar- kraptaverkin langt yfir skilning vorn, hvort heldur vér festum augu vo'r á stjörnur himins- ins, til þess að athuga hræringar þeirra, eða vér snúum þeim niður til hinna minnstu skepna hér á jörðu. Oendileikinn verður hvervetna fyrir oss. Hann birtist jafnt á hinni heiðbláu himinhvelfing með sínum glitranda stjörnuskara, sem og í hinu lifanda ódeili, sem svo er smátt, að furðuverk lítt'æra þeirra eru hulin augum vorum. Alstaðar verðum vér varir við ósýnilegahönd guðs. Ymist sýnir hún sig í óskiljanlegri smæð, er hún til býr skordýrið og blæs í það lífsanda, eða er hún umvefur hina ýmsu hnetti, sem sveima í himingeimnum, og hristir þá eða tortimir þeim. I slíkum krampateygjum rifna fjöllin á vorri jörð; undirdjúp hennar opnast, og í sérhverju af hennar stórkostlegu fornaldarleifum, sem og í hverju duptkorni hennar, finna náttúrufræð-

x

Tíbrá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíbrá
https://timarit.is/publication/515

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.