Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Blaðsíða 15

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Blaðsíða 15
Gædum cllina lífl Sú hugmynd að helga eitt ár ákveðnu málefni hefur verið tekin upp, bæði á alþjóðavettvangi og hér á landi hjá okkur sérstaklega. Þessi aðferð til að vekja athygli á ákveðnum málaflokki, hefur reynst vel, því að í þjóðfélagi nú- tímans er stöðugt svo mikið um að vera, að það verður að gera eitt- hvað sérstakt til þess að almenn- ingur leggi við eyrun og hægt sé að skapa áhuga fyrir málum sérstak- lega, jafnvel miklum nauðsynja- málum. Við munum í þessu sambandi eftir alþjóðlegum áruni barnsins og fatlaðra og sérstöku ári trésins hér á landi. Hugmyndin um alþjóðlegt ár aldraðra náði ekki fram að ganga á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Ástæða þess var, að minnihluti þjóða heims lítur á málefni aldr- aðra sem forgangsverkefni, önnur mál eru brýnni hjá þeim og var því einungis samstaða um að halda heimsráðstefnu um öldrun á árinu 1982. Alþingi hefur hins vegar tekið ákvörðun um að árið 1982 sé ár aldraðra á íslandi og þá sérstak- lega til að vekja athygli á málefn- um aldraðra á þessu ári, en á það verður að rninna að undanfarin ár hefur verið töluverð umræða um málefni aldraðra, og fyrir Alþingi hafa legið bæði frumvörp og þingsályktunartillögur um þau mál. Allir voru sammála um að þessi aldurshópur væri þannig settur, að sérstakt átak yrði að gera til þess að íhuga kröfur hans og þarfir. Þrátt fyrir það, að Sameinuðu þjóðirnar yrðu ekki ásáttar unr árið 1982 sem ár aldraðra, þá ákvað Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunin að helga alþjóðaheil- Páll Sigurðsson, brigðisdaginn 7. apríl málefnum aldraðra undir kjörorðinu „Add life to years“, sem snarað hefur verið á íslensku með yfirskrift þessarar greinar „Gæðum ellina lífi“. Hugmyndin með þessu kjörorði er að minna á að elli er tiltekið lífsskeið í ævi manna, sem gefa þarf sérstakan gaum, en ekki bið- tími óhjákvæmilegra endaloka. Áður en Alþingi hafði tekið ákvörðun um ár aldraðra, hafði verið sett á stofn nefnd til þess að semja frumvarp til laga um mál- efni aldraðra og gera aðrar tillög- ur um málefni þeirra, sem til bóta gæti orðið. í kjölfar samþykktar Alþingis var síðan kjörin nefnd sem fékk einnig það hlutverk að sinna mál- efnum aldraðra á ári aldraðra og þessar tvær nefndir eiga að vinna saman og hafa unnið saman. Ráðherranefndin skilaði drög- um að frumvarpi um málefni aldraðra í janúars.l. og var það, lítillega breytt, lagt fram sem stjórnarfrumvarp í byrjun apríl. Verði frumvarpið að lögum, gerir það ráð fyrir verulegum breytingum á fyrirkomulagi á þjónustu við aldraða, sem mun stuðla að samvinnu einkaaðila, sveitarfélaga og ríkis um þennan málaflokk til frambúðar. í frumvarpinu er höfuðáherslan lögð á aðstoð við aldraða í heimahúsum, en stofnanaþjónusta hins vegar skilgreind eftir tegund- um stofnana og þjónustu þeirra, og að að því sé stefnt að aldraðir geti ávallt notið þjónustu á því stigi, sem hæfir getu þeirra og heilsufarsástandi. Ákvæði gildandi laga um fram- kvæmdasjóð aldraðra eru felld inn í frumvarpið og eru raunar grundvöllur þess að markmiðum þess verði náð. Nauðsynlegt er að allir geri sér grein fyrir því, að undansláttur frá því að fram- kvæmdasjóður aldraðra verði öfl- ugur sjóður, gera að engu tilraunir til þess að ná fram verulegu átaki í þessum málaflokki. Nefndirnar, sem fyrr var að vikið, munu gangast fyrir mál- þingum af ýmsu tagi á ári aldraðra og verður t.d. reynt til að fá aldr- aða sjálfa og þá sem nálgast starfslok til að koma til slíkra þinga og koma sjónarmiðunr sín- um á framfæri. Það vakna að sjálfsögðu spurningar um það, hve lengi fólk á að vera í starfi. Á að stefna að því að starfsævin styttist í almennu venjulegu starfi eða á að stefna að þvð að fólk hafi meira val um það, hvenær það lætur af starfi en nú ef. Önnur spurning, sen æskilegt er að fá svar við, er SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.