Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Blaðsíða 21

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Blaðsíða 21
Það var skollið á myrkur er ég ók suður í Hafnarfjörð, og ég ók með svörtum sjónum, þar sem brimið þvoði hin skreipu sker og andaði þungt undir dökku hraun- inu. Veðurspáin var slæm, hann spáði stormi og ég virti fyrir mér ógnandi næturhimininn. Ég var á leiðinni til Hrafnistu í Hafnar- firði, til að ræða við Eyjamann, frægan skipstjóra, Guðmund Vig- fússon, og von bráðar birtist hús sjómannsins, Hrafnista, uppljóm- að í myrkrinu. Viðmælandi minn var frægur sjómaður, en samt hafði fundum okkar aldrei borið saman áður, svo ég myndi, og í rauninni vissi ég lítið um hann, annað en það, að hann var frægðarmaður á sjó og orðinn hálf áttræður. Hann bjó á Guðmundur Vigfússon, skipstjóri og útgerðarmaður, ásamt konu sinni Stefaníu Guð- rúnu Einarsdóttur. Guðmundur Vigfússon hóf formennsku ,á vélbátum í Vestmanna- eyjum árið 1928 og var formaður í Eyjum í 30 ár. Maður sér þó til sjávar enn Rxtt við Guðmund Vigfússon, sklpstjóra frá Vestmannaeyjum herbergi 312, var þar einn þessa stundina, því konan var á sjúkra- húsi. Ætt og uppruni Guðmundur Vigfússon tók mér ljúfmannlega og margra áratuga sjómennska hafði ekki sett á hann meiri mörk en það, að hann hefði allt eins vel getað verið innisetu- maður alla ævi. Hann bauð kaffi og spurði hvort ég vildi staup og vindil, en við héldum okkur við kaffið. Verk var fyrir höndum, að skýra frá sumu af því sem ber fyrir bátaskipstjóra, fyrir mann sem alla ævi hefur barist á sjó, ýmist við saltan storm og úfinn sjó, ell- egar í blíðviðri, þegar fjöll standa í vatni. Við komum okkur vel fyrir í djúpum stólum, rétt eins og höfð- ingjar og hann hefur sögu sína og á meðan sötrum við kaffið: — Ég er fæddur 10. febrúar árið 1906 í Holti í Vestmannaeyj- um og mín ætt er komin austan úr Skaftafellssýslu og eins ofan úr sveit, undan Fjöllunum. Afi minn var frá Berjanesi, Guðmundur Þórarinsson í Vesturhúsum, en forfaðir okkar er eiginlega Bergur Brynjólfsson, frá Skammadal í Mýrdal. Ég er því eins og allir Eyjamenn ættaður úr landi. Þeir rekja allir ættir sínar upp á land, í alla hluta landsins, en flestir eiga þó uppruna sinn á Suðurlandi sem gefur auga leið. Foreldrar mínir voru þau hjón- in Guðleif Guðmundsdóttir (1880—1922) og Vigfús Jónsson, formaður og útgerðarmaður í Holti í Vestmannaeyjum (1872—1943) og við systkinin vorum átta. Auk þess voru tvö hálfsystkini, sem faðir minn eign- aðist eftir að mamma dó, en hún dó mjög ung, varð aðeins 42 ára. Húsið okkar, Holt, var byggt um aldamótin. Það var timburhús SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.