Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Síða 23

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Síða 23
á steyptum kjallara og þar var oft fjölmenni, því í eystri enda kjall- arans var herbergi og þar bjuggu oft margir sjómenn, sem voru í heimili hjá okkur á vertíðum. í kjallaranum var eldhús, borðstofa og einnig geymsla. Síðan var langur stigi upp á loft, þar sem voru svefnherbergi og stofa. Rásið var notað sem geymsla. Faðir minn var formaður og allt snérist auðvitað um sjóinn. Um aflabrögð, veðurfar, veiðarfæri og báta. Það var því ekkert undarlegt þótt krakkamir drægju dám af því. Að minnsta kosti hugsaði ég aldrei um annað en sjó og byrjaði snemma að bralla eitthvað í þá áttina með strákunum í kring. Maður byrjaði líka snemma að nauða í pabba að fá að fara í róður og var ég líklega 5—6 ára, þegar mér var fyrst leyft að fara á sjó. Fyrsti róðurínn Annars var fyrsta alvöru tilraun mín til þess að komast í róður nokkuð spaugileg, svona eftir á að hyggja, og líður mér líklega aldrei úr minni. Svoleiðis var, að pabbi sálugi og Magnús mágur föður míns áttu síldamet út í Klettshelli, sem svo er nefndur (Ystakletti). Það var mjög fagurt og gott veður þetta kvöld. Þeir voru búnir að fá þama heilmikið af síld. Ég var nú búinn að vera að sarga og sarga að fá að fara á sjóinn og það verður úr að þeir segja mér að nú megi ég fara með í fyrramálið, því veðrið sé svo gott. Ég varð afskaplega hrifinn, sem von var og gekk víst heldur illa að sofna um kvöldið út af spenningi. En loks sofnaði ég nú, en ein- hvemtímann um nóttina vakna ég og fer inn í herbergi til pabba til gá hvort hann sé vaknaður og byrj- aður að búa sig á sjóinn, en þá er hann bara farinn. Ég skelli mér niður í eldhús. Held að hann sé bara að taka sig til en þá er hann farinn út. Nú ég man þetta nú ekki í smá- atriðum, hvort ég bjó mig nokkuð, ég bara þaut af stað. Ætlaði ekki að láta hafa af mér þennan fyrsta róður. Það var nokkur spölur til sjávar, eða niður í Sand, eins og það var nefnt. Ég hljóp, en þegar ég var kominn svona hálfa leið, þá heyri ég þennan helvítis undirgang og köll á eftir mér, og veit nú ekkert hvað þetta er, enda hafði ég annað að hugsa. En hljóðið færist nær og ég heyri að það er kallað djúpum kvenmannsrómi: Gummi Gummi! Þá var það vinnukonan okkar. Og það er ekki að orðlengja það að það dró fljótt saman með okkur, því hún var hörð á sprett- inum. Og þegar hún nær í mig, þá tekur hún mig í fangið og ber mig heim. Ég spriklaði og braust um á hæl og hnakka og öskraði víst svo mikið, að fólk í næstu húsum vaknaði. En þegar komið var heim undir Holt, fóru hljóðin víst að minnka. Síðar var mér sagt, að svo mikið hefði ég öskrað, að hún lagði ekki í að fara með mig inn í húsið, fyrr en ég hefði sefast svo- lítið. Ég man nú lítið eftir heim- komunni, nema það var þungt í mér, eins og sagt er. Ég hafði verið svikinn um róður og það var mikið mál. Seinna fékk ég svo skýringuna. Hann byijaði að hvessa og þeir urðu að fara og bjarga netunum og þá var auðvit- að ómögulegt að vera með sex ára patta að þvælast fyrir sér, en ég hafði auðvitað engan skilning á því. Skömmu síðar fékk ég svo að fara í minn fyrsta róður og hann man ég vel, enda þótt hann væri ekki neitt sögulegur að öðru leyti. Þetta mun hafa verið árið 1912. Vinnukonan, sem bar mig heim hét Oddrós, en var alltaf kölluð Afgreiöum 1 mIIaUmA fljótt og vel Luiiabuo vörur til skipa. Hverfisgötu 61, sími 12064 og 21364. Eftir lokun 33340. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 21
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.