Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Side 37

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Side 37
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 35 í Þorlákshöfn. Gamli bærinn, sem svo var nefndur og svo tvílyft timburhús, eða íbúðarhús, báru- jámsklætt, sem stóð framar. Umsvif Þorleifs á Háeyri í Þor- lákshöfn voru mikil en fóru minnkandi. Hann þraukaði þó þama til ársins 1927, en þá voru skipin aðeins orðin fjögur. Þorleifur fluttist síðan til Reykjavíkur og varð þar fisksölu- stjóri. Hann andaðist árið 1942. Áraskipin voru á netaveiðum, einvörðungu, í tíð Þorleifs. Þá var hætt að verka í skreið á íslandi, inu var skipað upp í báðar varim- ar, Norðurvör og Suðurvör, en á báðum stöðunum voru salthús. Mjög fjölmennt var í Þorláks- höfn á vertíðum og að meðtöldu heimilisfólkinu hjá Þorleifi, mun hafa verið á fimmta hundrað manns í Þorlákshöfn á vetrarver- tíð. Sjómennimir, eða skipshafn- imar bjuggu í sjóbúðum, sem voru grjótbyrgi með bárujámsþaki. Veggir voru úr torfi og grjóti, áður en bárujámið kom til sögunnar, voru sjóbúðimar með torfþaki, eins og flest önnur hús á íslandi. Upphitun var engin, en prímus var notaður við eldamennsku, sem aðallega mun hafa verið sú að laga kaffi. Sjóbúðin var eitt her- bergi og flet meðfram veggjum og sváfu tveir í hverju fleti. Aðkomumennimir voru flestir úr Ölfusinu og austan úr Ámes- sýslu. Margir komu frá Eyrar- bakka, og ennfremur réru þama Rangæingar. Þorleifur á Háeyri gerði út nokkra báta og verkaði fisk af sínum bátum og einnig tók hann að sér fiskverkun fyrir Einars- hafnarverslun á Eyrarbakka. Fyrstu árin að minnsta kosti. í tíð Þorleifs voru tvö íbúðarhús Gömlu Lefolí-húsin, sem flutt voru frá Eyrarbakka árið 1951. Séð yfir höfnina í Þorlákshöfn, eins og hún er núna. nema harðfisk til heimabrúks. Allur fiskur var saltaður, og það sem ekki var saltað til útflutnings, var svokallaður matfiskur, mork- inn fiskur og fiskur með lýti. Hann var hafður til manneldis og seldur í sveitimar. Þorskhausar voru þurrkaðir og seldir innanlands. Þess má þó geta, að þorskanet voru fyrst notuð í Þorlákshöfn ár- ið 1907. Sjómennskan var erfið og aldrei höfðu menn með sér bita á sjóinn, ekki einusinni þótt tvíróið væri sama daginn, eða þríhlaðið, sem oft kom fyrir, ef verið var á leim- um, sem svo var nefnt. Fengust þá oft 2000 fiskar á skip sama daginn, og þegar róið var hrærðu menn í þorski með árunum og oft gogg- uðu menn fiska upp úr sjónum á leiðinni í land. Merkileg tilraun var gerð í Þor- lákshöfn árið 1922, en þá reyndi frægur aflamaður Nes-Gísli (Gísli Jónsson) að veiða þorsk í hring- nót. Gísli hafði þríhlaðið skip sitt þennan dag. Þegar lokið var við að landa, héldu þeir út með hringnót, sem gjörð var úr troll- tvinna. Nóttina höfðu þeir á einu skipi, en kunnu ekki með að fara, enda sveitamenn, eins og flestir þeir sem réru á áraskipum á þess-

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.