Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Side 38
höfn, og var hún 20 metra löng.
Ekki skal fullyrt um gagnsemi
hennar, en árið 1934 kaupir
Kaupfélag Ámesinga jörðina. Um
þetta segir Guðmundur Daníels-
son, rithöfundur í grein á þessa
leið. (Stytt):
„Á stjómarfundi Kaupfélags
Ámesinga 2. apríl 1934 var sam-
þykkt að festa kaup á jörðinni
Þorlákshöfn með þeim mann-
virkjum, sem þar voru. Kaup þessi
voru í upphafi mest hugsúð til að
hefja útgerð í atvinnubótaskyni,
hef ég einhvers staðar lesið, en tel
mjög hæpið. Aftur á móti mun
hafa vakað fyrir Agli að bæta svo
lendingarskilyrði, að þar yrði
brátt hægt að skipa upp flestum
vörum Sunnlendinga, það er að
segja að byggja hafskipahöfn.
Árið 1935 lét Egill kaupfélagið
hefja útgerð í Þorlákshöfn.
Ólafur bóndi Þorláksson á
Hrauni í Ölfusi er einn af örfáum
íslendingum, kannski sá eini, sem
vitni varð að því, þegar Egill kom
fyrsta sinni út í Þorlákshöfn til
þess að ræða við eina formann
staðarins um væntanleg kaup
K.Á. á jörðinni, umsvif og at-
vinnurekstur þar. Ólafur segir frá
þessu í minningargrein, sem hann
skrifaði um Egil látinn:
„Nú skal byggja borg“
Sem áður sagði, þá eru það
einkum tveir héraðshöfðingjar, er
setja svip sinn á Þorlákshöfn á
þessari öld. Annar þeirra Þorleifur
á Háeyri sér hina eldfomu útgerð
áraskipa liðast í sundur í straumi
tímans, hinn Egill í Sigtúnum
tekur að sér að leiða Þorlákshöfn
Margir nefna það Miðaldaskeiðið í Þorlákshöfn, eða þann tíma er vélbátaútgerð var
hafin í Þorlákshöfn, en höfnin var enn svo frumstæð að 30—50 tonna bátar urðu að liggja
við legufæri og hanafót, milli róðra. Þeir skutust aðeins upp að bryggjunni til að landa og
taka vistir.
Dolos-jötnar halda haföldunni í skefjum, en þeir eru uppistaðan í brimvamargörðum
hafnarinnar.
um stað. Þeir köstuðu nótinni og
fengu 60 fiska. Ekki hugkvæmdist
þeim að nota tvö skip til að kasta
nótinni, en það er önnur saga. Er
þetta líklega í fyrsta skipti, sem
gerð er tilraun til þorskveiða með
nót hér á landi. Ekki mun nótinni
þó hafa verið kastað nema einu
sinni.
Þess má einnig geta, að Gísli í
Nesi, varð fyrstur manna til að
nota þorskanet í Þorlákshöfn, en
áður fóru skipin með lóðir.
Síðasti bóndinn í Þorlákshöfn
var Guðmundur Jónsson, en hann
flutti að Eyði-Sandvík í Flóa árið
1940. Þá lagðist sveitabúskapur af
í Þorlákshöfn. Skúli Þorleifsson
var ráðsmaður í Þorlákshöfn
1942—1943 og viðloðandi þar um
skeið.
Lítil útgerð mun hafa verið í
Þorlákshöfn í tíð Guðmundar
Jónssonar.
til nýrrar tíðar. Báðir þessir menn
voru orðnir að þjóðsögu, áður en
þeir voru allir, sem er fremur
sjaldgæft á Islandi, og ekki hafa
þeir heldur meiðst í endurminn-
ingunni. — Standa þar fyrir sínu.
Sem áður sagði þraukaði Þor-
leifur á Háeyri til ársins 1927 í
Þorlákshöfn, enda staðurinn bú-
inn að vera í bili, sem viðunandi
verstöð.
Þá verða tímamót í sögu Þor-
lákshafnar.
Árið 1929 mun fyrst hafa verið
reynt að gjöra bryggju í Þorláks-
36 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ