Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Qupperneq 40
Jón Björgvinsson, skipstjóri á Jóni á Hofi.
almennur áhugi á lengingu þessa
hafnargarðs, sem kominn var. Þar
með taldi Egill, að málið væri í
rauninni orðið ofviða einu kaup-
félagi, því að vissulega stefndi
hann að hafskipahöfn með ör-
uggri legu fyrir 40 til 50 stóra
fiskibáta. Þá vann Egill það þrek-
virki, sem ég persónulega er viss
um, að enginn lifandi maður á ís-
landi hefði getað leikið eftir hon-
um: að fá Árnes- og Rangárvalla-
sýslur til að kaupa Þorlákshöfn,
það er að segja jörðina og hafnar-
mannvirkin. Meitillinn hélt aftur
á móti áfram að vera hlutafélag.
Þetta gerðist árið 1946. Hafnar-
nefnd var sett á laggimar og for-
maður hennar kosinn Páll Hall-
grímsson sýslumaður. Helmingur
nefndarinnar mun hafa verið bú-
settur austan Þjórsár, meðal ann-
arra sýslumaðurinn, Bjöm Fr.
Bjömsson.
Nú var settur kraftur á fram-
kvæmdimar, og sýslusjóðir urðu
auðvitað að galopna pyngjur sínar
— og dugði stundum ekki til. Þá
tókst Agli jafnvel að fá stjóm
Mjólkurbús Flóamanna til að
hlaupa undir bagga, eitt sinn þeg-
ar mikið reið á að koma niður
bryggjukerum, sem búið var að
steypa í landi.. . .“
Samþykkti Mjólkurbúið að
leggja til 5 milljónir króna, sem
var mikið fé á þessum tíma.
Samkvæmt upplýsingum Bene-
dikts Thorarensen, framkvæmda-
stjóra, þá hóf Kaupfélag Ámes-
inga hafnargerð þegar árið 1934
og stóð sú framkvæmd til ársins
1946. Gerður var vamargarður í
Norðurvör og ennfremur var haf-
ist handa um gerð Suðurvarar-
garðs árið 1938, sem árið 1940 var
orðinn 75 metra langur. Á þessum
árum var hafin útgerð trillubáta
og dekkbáta og reist var fiskhús til
að salta aflann.
Voru verslunarhús Vesturbúð-
arinnar á Eyrarbakka flutt til
Þorlákshafnar og endurreist þar.
Trillumar lönduðu aflanum við
Norðurvararbryggju.
Árið 1950 urðu enn þáttaskil 1
sögu Þorlákshafnar, en þá hófst
útgerð af fullum krafti.
Aðalvinningur ársins húseign að eigin vali fyrir 1.000.000 króna
dreginn út í 12. flokki — langstæsti vinningur á einn miða hér-
lendis.
Einnig tveir vinningar á 500.000 til kaupa á íslenskum eininga-
húsum og 9 toppvinningar tii íbúðakaupa á 250.000 krónur.
Auk þess 100 bílavinningar, 300 utanferðir og hátt á sjöunda þús-
und húsbúnaðarvinningar.
Sala á lausum miðum og endurnýjun flokksmiða og ársmiða
stendur yfir.
Miði er möguleiki
ae
38 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ