Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Side 43

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Side 43
starfsstöðvar og iðnfyrirtæki í Þorlákshöfn. Þar er grunnskóli og félagsheimili sem búið er að reisa að hluta til og kirkja er í smíðum. Við könnun sem gjörð var fyrir nokkrum árum í bamaskólanum í Þorlákshöfn, kom í ljós, að allar sýslur og kaupstaðir landsins áttu fulltrúa í Þorlákshöfn, eða fólk sem sest hafði að í Þorlákshöfn, þótt ef til vill séu Sunnlendingar í meirihluta. Sjómannadagurinn er hátíðleg- ur haldinn í Þorlákshöfn, og er þá mikið um dýrðir. Eftir að hafa farið víða um, skoðað sterkbyggð, og vel haffær skip í Þorlákshöfn og miklar starfsstöðvar, þar með talinn Meitilinn, sem nú hefur starfað í rúma þrjá áratugi, fórum við inn í kaffi í eina sjóbúðina. Matráðskonan var önnum kaf- in. — Ég ætla að baka flatkökur, sagði hún glettnislega. Ég held að það sé að koma vertíð. — Mál til komið sagði einhver. Ógæftir hafa verið miklar í vetur, og menn biðu páskahrotunnar og Þorleifur á Háeyri, alþingismaður Guð- mundsson. Hann var seinasti útvegsbónd- inn í Þorlákshöfn í þeirri tíð, að stórútgerð var þar stunduð með áraskipum. það gjörðu menn nú í öllum ver- stöðvum við Suðurland, því með góðri vertíð stendur hér allt og fellur. Og þegar við ókum út úr þorpinú og upp á heiðina, blasti vor eini banki við sjónum, Sel- vogsbanki heitir hann. Útlánin þar fara ekki fram úr innlánum. Það er ekki enn hægt að prenta fisk, hvað sem síðar verður. JG. Mynd frá reiptogi á Sjómannadaginn i Þoriákshöfn. Óskum sjómannastéttinni til hamingju með Sjómannadaginn. Þökkum framlag sjómanna til uppbyggingar lands og lýðs LÝSI & MJÖL HF. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 41

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.