Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Síða 55
Línurit er sýnirfjölda sílda (4 ára og eldri) samkvæmt bergmálsmælingum 1974—1982.
Línurit er sýnir hrun íslensku sumargotssíldarinnar 1961—1970 og endurreisn hennar
síðastliðinn áratug. S.1.3 ár hefur hrygningarstofninn verið um 220 þús. tonn en var um
300 þús. tonn við upphaf tímabilsins.
þar mest um 1971 árganginn þegar hann
varð kynþroska árið 1975 og 1976 enda
tífaldast stofninn þá á fjórum árum. Næst
eykst stofninn verulega árið 1978 þegar
1974 árgangurinn varð kynþroska. Hin
síðustu ár hefur hrygningarstofninn verið
um 220 til 230 þúsund tonn.
Þá hefur komið í ljós við útreikninga
með aldur-aflaaðferðinni að svokallaðir
fiskveiðidánarstuðlar voru um 4 sinnurn
hærri á tímabilinu 1961 til 1969 en þeir
hafa verið hin síðustu 5 til 6 ár. Enginn
vafi leikur á því að hinir háu fiskveiði-
dánarstuðlar á 7. áratugnum áttu mjög
mikinn þátt í og voru raunaraðalástæðan
fyrir hruni stofnsins. Hinu ber þó ekki að
leyna að allt frá árinu 1964 mistókst klak
þannig að enginn góður árgangur bættist í
stofninn fyrr en 1971 árgangurinn varð
kynþroska árið 1975. Uppbygging stofns-
ins á síðastliðnum áratug hefur því verið
mjög háð stærð þeirra árganga sem bæst
hafa í hrygningarstofninn að undanförnu.
íslendingar voru svo einstaklega heppnir
aðárið 1971 gaf lélegurhrygningarstofn (12
þúsund tonn, mjög sterkan árgang. Þessi
árgangur var notaður til að koma upp-
byggingu stofnsins af stað. Án hans hefði
endurreisn sumargotsstofnsins tekið mjög
langan tíma, sennilega svo áratugum
skipti, eins og komið hefur í ljós bæði að
því er varðar norsk-íslensku síldina þar
sem enginn slíkur árgangur hefur komið
að ekki sé talað um afdrif íslensku vor-
gotssíldarinnar en hún er nú nánast út-
dauð við landið.
LOÐNA
Þróun veiðanna
Eins og kunnugt er hófust loðnuveiðar
til bræðslu hérlendis um miðjan 7. ára-
tuginn. Þetta voru vetrarveiðar sem stóðu
frá því fljótlega eftir að loðnu hafði orðið
vart við S-ströndina þar til hrygningu
lauk. Afli varð brátt 100—200 þús. tonn á
ári, en náði hámarki, 275 þús. tonnum,
1972 er loðnunefnd var sett á laggimar og
hóf að skipuleggja landanir.
Árið eftir jókst loðnuafli landsmanna í
440 þús. tonn, en þá var byrjað að veiða
strax upp úr áramótum meðan loðnan var
enn á Austfjarðamiðum. Árin 1974—79
var afli á vetrarvertíð yfirleitt milli 450 og
575 þús. tonn, en hefur síðan farið ört
minnkandi í hlutfalli við stofnstærð og
takmarkanir sem settar hafa verið til
vemdar hrygningastofninum. Að undan-
skildum árunum 1977—79, þegar Færey-
ingum var veitt leyfi til takmarkaðra
loðnuveiða í íslenskri landhelgi, hafa
vetrarveiðamar eingöngu verið stundaðar
af landsmönnum.
Sumarið 1976 hófust veiðar á ætissvæði
loðnunnar út af N-landi og Vestfjörðum.
Þessar nýju veiðar jukust hröðum skref-
um og seinustu 4 árin hefur afli á svo-
kallaðri sumar- og haustvertíð verið á
bilinu 525—650 þús. tonn. En nú voru
íslendingar ekki einir um hituna lengur.
Norðmenn hófu veiðar á Jan Mayen
svæðinu sumarið 1978 og seinustu tvö ár-
in hafa Færeyingar og lönd EBE veitt
talsvert af loðnu við A-Grænland. Síðast-
liðin 4 ár hafa veiðar útlendinga úr ís-
lenska loðnustofninum samtals numið
um 140 þús. tonnum til jafnaðar á ári.
Með tilkomu hinna nýju sumar- og
haustveiða hefur aflinn því meira en tvö-
faldast á aðeins tveimur árum eða úr
rúmum 450 þús. tonnum 1976 í nær 1160
þús. tonn 1978. Ef miðað er við seinasta
áratug hefur aflinn hins vegar a.m.k.
fimmfaldast.
Sérstaða loðnunnar
Eins og margir vita hrygnir loðnan að-
eins einu sinni og drepst síðan, en kyn-
þroska nær hún við 3—4 ára aldur eftir
atvikum (ætisskilyrðum og því um líku).
Aðeins tveir árgangar standa því að
hrygningunni hverju sinni og eroft lítið af
þeim eldri. Þetta og skammlífi tegundar-
innar gerir það að verkum að reikna má
með miklum og snöggum sveiflum í stærð
stofnsins, jafnvel milli ára. Slíkar sveiflur
þarf að koma auga á svo snemma sem
auðið erog hagnýta síðan vitneskjuna við
stjómun veiðanna. Er þetta fremur öðru
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 53