Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Blaðsíða 62

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Blaðsíða 62
Emil G. Pétursson, vélstjóri: Veðrabrigði Hægt hreyfist lognalda að landi og liðast um fjörusteina. Sendlingar hoppa á sandi, sjófuglar vappa um hleina. Á öllu er fegurð og friður, finnst ekki andblær á vanga, svœfandi er sœvarniður, sól gyllir fjöll og tanga. En úti var fljótt um friðinn fór af hafi að kalda, magnaði ört mararniðinn, mjög jókst og sjávaralda. Sjór hóf að steyta á steinum, stórjókst brim fyrir landi, sjófuglar hurfu af hleinum hurfu og fuglar af sandi. Á himininn dregur upp dökkva, dimm hylja skýin sólu, rok myndar úðarökkva rétt eins og líði að njólu. Regnið í straumum stríðum streymir og jarðveg skolar, 'grjótskriður hrynja úr hlíðum, hrunið gróðurinn molar. Óveðrið gnauðar um gnípur gnagar hæðir og rinda, helkaldur gustur grípur gráðugt um fjallatinda. 60 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Holskeflan bergið brýtur bryður og malar grjótið, þangið og sölin upp slítur sogandi öldurótið. Brátt verða oft brigðin veðra þau breytast á ýmsar lundir, úr Ijótleika líkt og í neðra í Ijómandi sólskinsstundir. Úrógnandi roki sem ryður og rífur upp gróður á engi, í logn þar sem lækjarins niður Ijúflega berst um vengi. Dregur úr veðravíti, vindar á sér hœgja. A flúðum og fjörugrýti flóðin aftur lægja. Geislaflóð skýst milli skýja og skín á sœ og tinda, svalviðrið hverfur en hlýja hleðst á lá og rinda. Hægt skolar lognöldu að landi og leikur á fjörusteinum, sjófuglar vappa um á sandi, selir dorma á hleinum. Allt andarfegurð ogfriði, finnst ekki andblœr á vanga, syngur í sjávarniði, sól gyllir fjöll og tanga. Kveðja ’72 Eg var enn á æskuárum er í fyrstu kynntist þér, og á þínum bláu bárum byrjaði að vagga mér. Síðar urðu okkar kynni öllu meiri, lífs á braut, og alloft eru mér í minni minningar eg frá þér hlaut. Á ýmsu gekk hjá okkur báðum, oft var erfið förin mín, átök hvor mót öðrum háðum, en hlýtt mér ætíð var til þín. Stundum varstu strangur, reiður, sterkan reiddir arminn þinn, ýfðir þínar öldubreiður, ógn var mikill krafturinn. Þú varst líka í logni blíður Ijúft þá straukstu mér um kinn. Þinn var sléttur flöturfríður, fagnaði þá hugur minn. Fimm sinnum tíu, tel ég árin er tryggð við héldum, lífs á skeið. Með skrokkinn þreyttan, hélgrá hárin, ég hélt í landög vor skildi leið. Já, nú erum við að skiptum skildir, skvettu ei oftarfæ frá þér, en ef þú greiða mér gera vildir gef mér eina, er eg héðan fer.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.