Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Blaðsíða 68

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Blaðsíða 68
skólakennari í Reykjavík, ísleifur Jónsson frá Jórvíkurhryggjum í Álftaveri, Gísli Magnússon frá sama stað, Ólafur Gíslason frá Sigluvík, síðar í Grimsby, Jónas Pálsson frá Breiðabólstað í Reyk- holtsdal, síðar í Ameríku, Lúðvík Símonarson frá Holti undir Eyja- fjöllum, Ögmundur Guðmunds- son síðar verkstjóri í Reykjavík og margir fleiri. Síðar sögðu margir þessara manna, að þetta nám hefði orðið þeim til mikils gagns og verið eina nám þeirra utan heimilis síns, því fæstir þeirra, einkum sveitapilt- amir höfðu átt kost á skólalær- dómi. Fyrir hina, sem verið höfðu einn vetur eða tvo í bamaskóla, var þetta góður viðbætir að rifja það upp, sem þeir höfðu áður lært.“ Sjómennska og útgerð á Eyrarbakka Eyrarbakki varð, sem að fram- an má ráða ekki ein þeirra miklu verstöðva, er vegna hafnarskil- yrða gátu þróast með nýrri tækni, þilskipum, vélbátum og öðru er því fylgir. Samt gáfust Eyrbekkingar ekki upp og hófu vélbátaútgerð í byrj- un aldarinnar og voru vélbátar þar orðnir 8 árið 1920. Hafnargerð hófst á Eyrarbakka árið 1963 og er þar nú „sumar- höfn“ eins og stundum er sagt. Eyrbekkingar gera út nokkra vél- báta, en þeir leggja vertíðarafla upp í Þorlákshöfn og er fiskinum síðan ekið til Eyrarbakka, þar sem er starfrækt afkastamikið frystihús, þótt eigi sé það stórt, en tveir aðilar verka þar fisk, og á sumrum er mikil vinna við humar. Þá eiga Eyrbekkingar skuttogarann BJARNA HERJÓLFSSON með Stokkseyringum og Selfyssingum og fá þeir afla af togaranum, sem nærri má geta Öflug Slysavamadeild starfar á Eyrarbakka og þar er sjómanna- dagurinn haldinn hátíðlegur hvert ár og varðar hvem mann, eins og svo víða. Ibúar eru nú um 600 talsins. STOKKSEYRI Þótt hér hafi verið varið tals- verðu rými til að gjöra grein fyrir sögu Eyrarbakka, verður ekki fram hjá því farið, að nágranna- þorpið, Stokkseyri, á sér engu minni sögu í sjávarútvegi, enda þótt hafnarskilyrði séu lítið skárri. Verstöðin Stokkseyri á sér langa sögu, bæði menningarlega og eins atvinnusögu. Fyrsti ábúandi Stokkseyrar var eigi ótignari maður en Hallsteinn Atlason, jarl af Gaulum. Hann skaut setstokkum fyrir borð í hafi sér til heilla að fomum sið. Þá rak á land þar sem síðan heitir Stokkseyri. I daglegu tali nefna menn oft Eyrarbakka og Stokkseyri í sama orðinu, enda skammt milli stað- anna, og þá ekki síður, meðan byggð var í Hraunshverfinu, sem svo var nefnt, eða þar sem vinnu- hælið Litla-Hraun er núna. Þar voru áður bæir, þótt nú séu horfnir, vegna nýrrar verkaskipt- ingar. Meðan blandaður búskap- ur var á þessum slóðum, sjósókn, garðrækt og smábúskapur, hent- aði Hraunshverfið ekki illa, en eftir að hlutimir færðust í annað horf, lagðist þessi millibyggð af, og er nú aðeins til á bókum. Mikil sigling var á Stokkseyri fram eftir öldum og er þess víða getið í heimildum, og sjósókn eða fiskveiðar aðalvinna manna. Bryggja er á Stokkseyri, en í foráttubrimi eru bátar ekki öruggir, og skemmst þess að minnast, þegar brim skolaði nær öllum bátaflota Stokkseyringa á land upp. Stokkseyringar hafa lengi verið frægir sjósóknarar, en svo ein- kennilega vill til að þeirra frægasti formaður er kona; Þuríður for- maður, sem verður líklega að telj- ast fyrsta rauðsokka íslendinga. Hún gekk í karlmannsfötum, og fékk til þess skriflegt leyfi yfir- valda. Hún var þekktur formaður og einnig fyrir að koma upp um Kambránsmenn, eða leysa eitt dularfyllsta sakamál síns tíma. Hefur saga hennar verið rituð. Sjóbúð Þuríðar stendur enn og er það óvenjulegt minjasafn, er vel Eyrarbakkakirkja. 66 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.