Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Blaðsíða 90

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Blaðsíða 90
Ekki er unnt hér að telja upp öll þau miklu og margvíslegu verk- efni sem Guðmundur leysti fyrir samtökin meðan hann stóð þar í fararbroddi, en allir sem til þekkja minnast elju hans og dugnaðar í öllu því sem varðaði málefni sjó- mannastéttarinnar. Árið 1962 urðu ritstjóraskipti við Víkinginn og tók þá Guð- mundur við ritstjórninni. Naut hann sín vel í því erfiða starfi, hann hafði góðan stíl og þekkti vel íslenskt mál. Þá fékk hann að njóta þess sem fyrri skólaganga hans færði honum. Hann fékk tækifæri til að beita því vopni, sem hvað beittast getur orðið, stílvopninu. í hinum mörgu ske- leggu greinum sínum í blaðinu. Þar lét hann ekki deigan síga heldur hélt mjög á lofti hinni hörðu baráttu sjómanna þar sem hann hélt því fram, að fyrir störf sín ættu þeir að hafa góð laun, en eins og margir vita voru kjör þeirra oft bág. Lengst af var Guðmundur aðeins með einn starfsmann við blaðið þó fór svo að aðstoðarritstjóri var annað slagið. Fjárhagur blaðsins og sambandsins var lengst af mjög lítilfjörlegur svo mikið aðhald þurfti að sýna á öllum sviðum. Fáir hafa unnið við þrengri kost en Guðmundur gerði lengst af. Hann vann sambandinu ómetan- legt gagn og málefnum sjómanna. 1978 hætti Guðmundur störfum við blaðið eftir langan starfsdag. Stjóm Farmanna- og fiski- mannasambands íslands færir Guðmundi Jenssyni innilegar þakkir fyrir vel unnin störf við hin margvíslegu verk í þágu sjó- mannastéttarinnar hinn langa starfsaldur hans hjá sambandinu. Sqómin vottar fjölskyldu hans samúð við fráfall hans. Blessuð sé minning Guðmund- ar Jenssonar. F. 13. jan. 1897, d. 263.1982. Jens Stefánsson fv. stýrimað- ur, var fæddur í Reykjavík 13. janúar 1897, sonur hjón- anna Stefáns Snorrasonar fv. stýrimanns frá Litla-Bæ í Mýra- sýslu og Kristínar Jóhönnu Tom- sen, sem fædd var í Danmörku. Jens ólst upp í foreldrahúsum, en fljótt snerist hugurinn að sjónum, eins og títt var um unga menn á þeim tíma, enda sjómennska arð- vænþegasta atvinnan í þá daga. Hann fór fyrst á skútur 1910, en fljótt setti hann markið hærra og fór á togara og flutningaskip. Jens fór í Stýrimannaskólann og lauk þaðan námi 1918, frá farmanna- deild. Um tíma sigldi hann á enskum togurum og sigldi m.a. á elstu Esjunni, en síðustu 5 árin sem hann var til sjós var hann stýrimaður á varðskipum ríkisins, og sigldi þar með Einari M. Ein- arssyni á gamla Ægi. Hann var ávallt mjög vel liðinn af skipsfé- lögum sínum, hvar sem hann sigldi. Á sumri 1935 lét Jens af sjó- mennsku og 1. ágúst það ár réðst hann til þess fyrirtækis, sem hann unni mest og hafði ánægju af að helga starfskrafta sína, en þá hóf hann störf í kaffi-bætisverksmiðju O. Johnson & Kaaber og vann óslitið til 1. janúar 1967 að hann lét af störfum vegna heilsubrests. Hann og fjölskylda hans geta seint fullþakkað það mikla drenglyndi sem forráðamenn O. Johnson & Kaaber hf. ávallt sýndu honum, enda þar drengskapurinn við stjóm alla tíð. Þótt Jens hafi verið hættur fastri sjómennsku var hugurinn oft við sjóinn og oft fór hann í frítíma sínum sem afleysingastýrimaður á skipum Sambandsins. Þá átti hann trillubát um margra ára skeið og stundaði trilluróður frá Selsvör. Ávallt hafði hann ánægju af að hafa unglinga innan fjöl- skyldunnar með sér í róðra á trill- unni og þeir ekki síður ánægju af að fara þessar ferðir með honum. Síðustu ferð sína til sjós fór Jens 88 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.