Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Page 51

Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Page 51
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 49 ekki í neinni stöðnun og sú framþró- un sem þar hefur átt sér stað mun halda áfram. Hvort tæknin mun þróast svo í framtíðinni að veiðarfæri verði að mestu óþörf um borð í fiski- skipum skal ósagt látið, en er það í sjálfu sér svo fráleitt að slíkt sé fram- undan þegar litið er 15 ár til baka og horfttil þróunart.d. fiskileitartækja. Ég hef ekki trú á að íslendingar muni stórauka frystitogaraflotann, enda er frysting sjávarafla ekkert annað en geymsluaðferð. Erlendir viðskiptaaðilar okkar munu gera meiri kröfur til kaupa á ferskum sjáv- arafla sem engin spurning er um og við verðum að sinna. Auðvitað mun verða áfram unnið við frystingu sjáv- arafla í landi en ekki þykir mér það þó líklegt að mikil breyting eigi eftir að verða á þeim kantinum. Frjálst fiskverð með uppboðs- markaði og/eða fiskmiðlun mun leiða til færri en stærri fiskvinnslufyr- irtækja einkum á sviði frystiiðnaðar jafnframt sem þar verður upp tekið vaktavinnu fyrirkomulag svo frysting þess afla sem að landi berst verði ávallt þegar fiskurinn er sem ferskast- ur. Eflaust á þróun kaupskipaflotans eftir að taka miklum stakkaskiptum, margir halda því fram að íslenskum kaupskipum muni fækka frá því sem nú er (um 47 skip) en þau muni stækka. Eflaust verður þróunin sú að nokkru leyti, en sú breyting mun þó alltaf takmarkast af stærð íslenskra hafna. Vegna langs vetrar og erfiðs hafsvæðis á siglingaleiðum íslenskra kaupskipa verður ekki breyting í áhöfn til fækkunar frá því sem nú er, og má segja að á sumum skipum hafi verið of langt gengið í þeim efnum. Örar ferðir með sífellt styttri viðdvöl í hverri höfn vegna gámavæðingar og annarra tæknibyltingar á sviði losun- ar og lestunar kaupskipa mun verða þess valdandi að öll áhöfnin verður bundin við störf sín um borð. Það mun leiða af sér að íslenskir farmenn ráða sig til ákveðins timabils um borð gegn samsvarandi fríi í landi á launum hjá útgerð. Um þróun íslenska kaupskipaflot- ans er ákaflega erfitt að segja til um þegar litið er til framtíðarinnar. Þeg- ar talað er um íslenska kaupskipa- flotann er auðvitað átt við skip undir íslenskum fána, en þeir sem hafa fylgst með þróun þessara mála hvað varðar þjóðfánann vita jú að nú eru 5 skip undir erlendum fánum mönnuð íslenskum sjómönnum og gerð út af íslenskum skipafélögum. Auk þess eru amk. fjögur erlend leiguskip með erlendum áhöfnum í föstum reglu- bundnum siglingum fyrir íslenskar kaupskipaútgerðirtil og frá Islandi. Eflaust mun þróun íslenska kaup- skipaflotans mótast af þeim mark- aðslögmálum sem almenn eru á hverjum tíma, en Ijóst er að íslenskir farmenn hljóta að sporna við reglu- bundnum siglingum erlendra leigu- skipa mönnuðum erlendum sjó- mönnum. Hásetar á fiski- og kaupskipaflot- anum eiga aðild að Sjómannasam- bandinu og ASÍ. Félög yfirmanna eiga aðild að Farmanna- og fiski- mannasambandinu en ekki ASÍ. í umræðunni meðal sjómanna verð ég var við vaxandi áhuga á þessum mál- um og þeirri spurningu þá oft varpað fram hvað sjómenn eigi að gera með það að vera innan ASÍ, þar sem eng- in þekking sé á málefnum sjómanna, og aðeins greidd þangað gjöld sem betur væri varið til félagsmála sjó- mannanna sjálfra. Vissulega er af hinu góða þegar málin eru rædd og einkum þá það sem að innra starfi snýr, og ég get að nokkru leyti tekið undir þessar hugrenningar starfandi sjómanna. Ég hef oft velt því fyrir mér hvort aðild sjómanna að þessum samtökum sé það eina rétta. Væri ekki eðlilegra að allir þeir sem vinna við hverskonar flutninga á sjó, lofti eða landi væru í einum samtökum vegna þeirrar sérstöðu sem þessir hópar hafa innan íslensku verkalýðs- hreyfingarinnar. Mér sýnist svo að á næstu árum verði uppstokkun á kerf- inu innan verkalýðshreyfingarinnar. --------------------------------------------------N Jóhann Sigurjónsson ÓDYSSEIFUR HINN NÝI Svikult er seiðblátt hafið og siglingin afarlöng. Einn hlustar Ódysseifur á óminnisgyðjunnar söng. Marmarahöllin heima. — Ég húmdökku gluggana sá mæna eins og andvaka augu út á hinn dimmmjúka sjá. Höllin er löngu hrunin, hásætið orpið sand. — Það bar enginn kennsl á beinin sem bylgjan skolaði á land. V________________________________________________________________)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.