Eimreiðin


Eimreiðin - 01.06.1922, Page 52

Eimreiðin - 01.06.1922, Page 52
180 TÍMAVÉLIN EIMREIÐlN ýmist nálgast eða fjarlægjast eftir því hvort élið þéttist eða þyntist. Loks sleit eg augun af myndinni og sá nú að élið var að ganga hjá, og að heiðríkja og sólskin var í nánd. Eg leit aftur á þessa húkandi mynd, og alt í einu kom yfir mig fullkomin meðvitund um það, hve glannalegt þetta ferða- lag mitt var. Hvað skyldi nú koma í ljós þegar blæjunni yrði alveg svift af? Hvað skyldi vera orðið úr mönnunum? Hvernig færi, ef grimdin væri orðin aðalástríða mannanna? Ef mann- kynið væri búið að týna því mannlega úr eðli sínu, og í stað- inn væri komnar dýrslegar, tilfinningalausar og fádæma krafta- miklar skepnur? Eg kæmi þeim fyrir sjónir eins og einhver forngripur, að eins því viðbjóðslegri og ógeðslegri fyrir það, hve eg líktist þeim hið ytra, og fyrsta verkið væri að slá mig af. Eg fór nú að sjá fleiri bákn, feikna hallir, með allskonar stöllum og útskotum og stórum súlnaröðum, og skógivaxin hlíð fór að blasa við mér gegn um élið. Það greip mig hams- laus hræðsla. Eg þreif hranalega í vélina, og stritaðist við að koma henni á réttan kjöl. í sama bili skutust fyrstu sólar- geislarnir gegnum hríðina. Élið veðraðist burtu og hvarf eins og flaksandi draugaskikkja. Uppi yfir mér, í háloftinu dimm- bláa, voru smá skýhnoðrar, sem hurfu von bráðar. Hallirnar umhverfis mig urðu nú skýrar, og glitruðu af bleytunni eftir óveðrið, en láréttir stallarnir voru dregnir með hvítgráu lagi eftir haglið. Mér fanst eg standa ber og nakinn frammi fyrif ókunnri veröld. Eg gæti best trúað að tilfinningar mínar hefðu ekki verið ósvipaðar því, sem smáfugl hefir, þegar hann fmr veður af ránfuglinum sveimandi í vígahug einhversstaðar upp* yfir. Otti minn varð að hálfgerðum tryllingi. Eg dró andann djúpt að mér, beit á jaxlinn, og þreif aftur í vélina af öllu afli. Eg spenti herðarnar undir hana og spyrndi í með fótun- um. Loks lét hún undan fyrir áhlaupinu og veltist við. Eitt- hvað rakst af miklu afli í hökuna á mér. Eg studdi annarri hendi á sætið en hinni á sveifina og stóð þarna blásandi af mæði tilbúinn að fara á bak. En þegar eg fann, að eg gat komist undan, kom hugrekkið aftur. Eg fór að horfa á þessa kynlegu veröld ókomna tím- ans með meiri forvitni og minni ótta. Þá sá eg hátt upP1 1

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.