Eimreiðin


Eimreiðin - 01.06.1922, Blaðsíða 7

Eimreiðin - 01.06.1922, Blaðsíða 7
EIMREIÐIN YFIR VATNAH]ALLA OQ SPRENGISAND 135 Nótt á háfjöllwn. Eigi höfðum við fyr gengið frá hestunum og tekið sundur hvílupoka og leyst frá malpokum, en þokubakkinn frá Vatnajökli þokaðist yfir Háöldurnar sunnan við okkur. Sveif hann strax yfir okkur, lokaði öllu útsýni og færði okkur úðaregn, sem strax þéttist í verulega úrkomu með snjóhraglanda og krapi. Sáum við okkur það ráð vænlegast, að binda saman hestana og breiða yfir þá og skríða sem skjótast í hvílupok- ana áður en við yrðum gagndrepa. — Myrkrið færðist yfir og hrapið lamdi á hvílupokunum, sem voru klæddir olíudúk. — Brátt dró úr lemjandanum á hvílupokana, — það var drepið léttara og léttara á þá, og við urðum þess varir að hvílupoka- lokið þyngdist og féll betur að höfðinu. — Það var hreinn snjór. En hlýjan í pokunum og þreytan hjálpuðust að því að svæfa okkur og þessi léttu og þéttu slög sjókornanna á poka- lokin urðu sem svæfandi söngleikur í ómælanlegri næturkyrð <>ræfanna. Næsti morgunn. Okkur varð þó efgi svefnsamt um nóttina. Hestarnir voru ókyrrir, snerust um sjálfa sig og þrisvar varð Hjálmar að færa þá, svo að þeir snerust ekki ofan á okkur. — Hl. 5 var nær fullljóst svo að við fórum úr pokunum. Var þá al- hvítt og snjóskán á pokunum. Með deginum létti jelinu, en þokan helst með úrkomu hraglanda og þéttingskalda úr útsuðri og leysti snjóinn brátt. — Við drógum fram malpokana og lyfja- Slasið, sem við átti, og hrestumst af því og matnum. — Hvergi sé til lofts og útlitið var ískyggilegt. Okkur kom saman um, að Vart myndi svo bráðs óveðurs að vænta, að ekki hefðum við °hkur suður á Sprengisandsveg, og hann suður með vörðun- Um> enda var engin loftvog í förinni til að telja úr okkur hjark. Hinsvegar var föst vindstaða og tveir áttavitar til að h’YSgja rétta stefnu. í slíkri þoku og illviðri þótti okkur óálit- Hgt að fara í Arnarfell, enda ekkert keppikefli að vera þar nema í góðu veðri. Yfir Háöldur og Þjórsárdrög. Við bjuggum í snatri upp á hestana, og héldum af stað kl. 6 í SSA. með vindstöðu skáhalt á hægri hlið. Riðum við fyrst yfir nefndar Háöldur. Deila þær vötnum milli norðurs og suðurs. Sunnan undir þeim taka við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.