Eimreiðin


Eimreiðin - 01.06.1922, Page 14

Eimreiðin - 01.06.1922, Page 14
142 VFIR VATNAHJALLA OG SPRENGISAND eimreið n norðan Búrfells. En einmilt þessi krókur gerir henni svo auð' velt að láta oss í té 5—10 hestöfl á hvert einasta nef í land- inu, þ. e. 500000 — 1 miljón hestöfl með útbyggingu niður 1 Þjórsárdal. Hefir norski verkfræðingurinn Sætersmoen, sent mörgum Islendingum er að góðu kunnur, rannsakað þetta alt og mælt með mestu nákvæmni. Leiðin liggur nú niður um skarðið, sem Þjórsá bíður eftir að verða teymd, niður í svo- kallaðan Þjórsárdal, sem er þektur fyrir fegurð og merkur að því leyti, að Þjórsá rennur ekki um hann heldur fyrir endann á honum. Þar er mjög fallegt og víða skógi vaxið, Vegurinn var altaf að skýrast og girðingar — þver- girðingar á veginum — urðu vottur þess, að skamt væri til mannabygða, enda kom að því, að eg sa rjúka á sveitabæ undir brattri hlíð — það var við Skriðufelf- Gatklettur í Þjórsárdal. Skriðufell. Kl. var 7 er eg kom í bygð, eftir 13 tíma hvíldaf' litla »ferðamannareið« frá Bólstað. Eg hafði hlakkað mikið ti að koma til bæja og sérstaklega til að heimsækja kunninS)3 minn Pál Stefánsson á Ásólfsstöðum, sem eg vissi allra manna gestrisnastan heim að sækja. En eg gat ekki riðið fram hjá fyrsta bænum, sem eg kom til af fjöllunum. Eg varð þó að spyr)a vegar og fá mjólk að drekka. Ung og blómleg bóndadóttir kom til dyra og bauð til stofu upp á skyr. Skyr? hvort eff vildi! Sjaldan hefir mér bragðast það betur en í þetta sinn*

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.