Eimreiðin


Eimreiðin - 01.06.1922, Blaðsíða 58

Eimreiðin - 01.06.1922, Blaðsíða 58
186 RITSJÁ EIMREIÐIN en áður. Dr. Helgi hefir nú gert ýmsar merkilegar og skarplegar alhug- anir um þá, t. d. muninn á þvl,] sem vér sjáum og hevrum, „Iifum“, og hinu, sem vér hugsum oss eða munum, því sem vér lifum að eins í hug- anum. Draumar eru í fyrri flokknum. Vér lifum í draumnum' og finn- um ljósan mun, þegar vér missum af draumi og förum að standa utan við hann og reyna að halda áfram með ímyndunarafli. Annað er það, þegar oss dreymir menn eða staði eða hvað það nú er, sem vér þykj- umst þekkja, en sjáum eftir á, að var alt öðruvísi, var annað en vér höfðum skírt það I svefninum, bæði við sjálfir og annað, sem fyrir oss bar. Giftur maður er ógiftur í draumi oft og einatt, sá sem hefir mist foreldra á þá þar á lífi, hann lítur öðruvísi út en í vöku, húsið hans sömuleiðis o. fl. Og oft er það, sem vér lifum í svefni alls ekki neitt sem vér höfum séð og alls ekki neitt, sem til getur verið hér á jörðunni. Alt] þetta, og' margt fleira getur hverj maður athugað, sem á það hefir verið bent. Nú má sjálfsagt búa til ýmsar skýringar á þessu, en sjálfsagt eru þær misjafnlega skarplegar. Dr.j Helgi segir: I svefni lifum vér lífi annars manns, sjáum það sem hann sér o. s. frv., þótt talsvert Iitist af ýmsum öðrum áhrifum. Og það, sem vérj þannig lifum, sýnir oft, og einmitt I skýrustu og merkustu] draumunum, að það er alls ekki neinn af jarðar- byggjum, sem I oss lifir, heldur vera „á annari stjörnu". Færir hann ýmislegt þessu til stuðnings. Sömu tegundar er svo svefn miðiisins, og fréttir þær sem hann færir styðja það sama, að af öðrum stjörnum séu að koma boð til vor fyrir þetta „mikla samband“. Þetta er nú mikið sagt, en í raun og veru ekki nándarnærri eins fjar- stæðukent og í fljótu bragði mætti virðast,] ekki líkt því eins fjarstætt í ljósi þess, sem menn nú vita um fjarhrif og fjarskynjan eins og það hefði þótt fyrir svo sem 200 árum eða skemri tíma, að menn mundu talast við eins og maður talar við mann, þótt þúsundir mílna séu á milli. Það er nokkuð síðan menn þóttust vita, að lifað væri víða I geimnum, og í raun réttri er það ekkert nema knýjandi afleiðing þess,j að stjörn- urnar eru hnettir, því hvernig ætti þá að hugsa sér, að vort duftkorn, jörðin, væri ein bygð Iifandi verum af öllum þeim óendanlega sæg hnatta í geimnum. Og vitsmunir eru vafalaust víða, og miklu meiri en hér. Menn hafa og talað um, að reyna að komast I samband] við aðrar stjörnur. Skyldi oss einum, þessum börnum og byrjendum hér, hafa dottið þetta í hug? Hefir ekki verið hugsað um þetta um óendanlega tíma annarsstaðar, og er ekki slíkt samband komið á milli miljóna af hnöttum? Kannske
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.