Eimreiðin


Eimreiðin - 01.06.1922, Blaðsíða 8

Eimreiðin - 01.06.1922, Blaðsíða 8
136 VFIR VATNAHJALLA OG SPRENGISAND eimreiðin svo nefnd Þjórsárdrög, með smáum uppsprettukvíslum, sem renna til SV. Fórum við yfir þá stærstu er kemur lengst að norðaustan. Þokan og úrkoman hélst, og er við höfðum verið á ferð í rúmar 3 klst. yfir slétta, misjafnlega greiðfæra mela, komum við alt í einu að tjörnum með sandbleytu í kring. Sýndust þær sem stór vötn í þokunni, sem altaf var hin þéttasta. Eftir talsverðar krókaleiðir komumst við á milli þeirra, en brátt skeði mjög merkilegt. — Við komum alt í einu út úr þokunni eins og út um dyr á húsi. Þokan stóð sem þéttur — beinn — veggur á báðar hliðar, svo langt sem sá. En fram undan fót- um hestanna var lítið gil, en á barmi þess hinu megin voru Sprengisandsvörðurnar í beinni röð til beggja handa svo langt, sem augað eygði. — Við fórum yfir gilið og hvíldum hjá einni þeirra og tókum okkur bita. Urkoma var þar ekki telj- andi, en veggurinn hélst hinumegin við gilið. Yfirlit. Á ókunnri leið er ferðamaðurinn feginn að hafa ljósa leiðarsteina. Það fer svo margt framhjá af fegurð náttúrunnar, ef hann þarf alt af að vera að stritast við að halda stefnunni. Ferðalagið verður ófrjálst. — I ísl. óbygðum gleðja vörðurnar augað. Þær eru svo samgrónar náttúrunni, enda oftast úr því efni, sem fyrir hendi er á þeim stað. Séu þær vel gerðar nýt- ur ferðamaðurinn þess, og séu þær illa gerðar eða hálfhrundar, stuðlar það að því að setja sinn þunglyndislega geðblæ á veg- farandann. — Man eg fald minn fegri o. s. frv. En eitt er víst: Þær eru enn þá alt of óvíða og ófull- nægjandi. Það á að varða veg eins og þenna. Hann er greiðfær, stuttur og góður yfirferðar — að vísu er hann ekki vandrat- aður suður í björtu, en erfiðari norðureftir. Er víðast ilt að komast ofan í botninn á Eyjafirði, annarstaðar en frá Sánkti Pétri. Okunnugir myndu trauðla rata frá Geldingsá norður yfir Vatnahjalla og hitta á Sánkti Pétur, ef nokkuð væri að skygni. En þar eð þessi vegur er stuttur, og liggur svo beint við úr Eyjafirði og í Eyjafjörð til suður- og norðurferða, þá er þeim mun sjálfsagðara að gera hann svo úr garði, að ferðamenn áræði að leggja á hann fylgdarlaust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.