Eimreiðin


Eimreiðin - 01.06.1922, Blaðsíða 36

Eimreiðin - 01.06.1922, Blaðsíða 36
164 HANNES STUTTI EIMREIÐIN Þegar frú Thorlacius sá hann glíma í Stykkishólmi, hefir hann hlotið að vera orðinn aldraður maður. og fer þá flestum aftur með fimleikann. Aldrei var Hannes nefndur viðurnefninu »stutti«, svo hann heyrði, á okkar heimili. Foreldrar mínir vissu hvað honum var það viðkvæmt, og vildu ekki láta erta hann eða stríða honum. Hann var óáleitinn við alla að fyrra bragði, en væri honum misboðið, varði hann sig eftir föngum. Ef ókunnugir heyrðu nafn hans og spurðu: »Er það Hannes stutti?« svar- aði hann: »Jú, jeg hefi lagt margan lengri«. Eða hann sagði: »Fyrir þetta orð hefur margur orðið að liggja«. Annað, sem Hannes þóttist af, var skáldskapurinn. Aðrir kölluðu hann leirskáld. En sjálfum fanst honum, að fáir eða engir stæðu sjer jafnfætis. Sagði stundum, þegar hann var að hafa yfir eitt eða annað eftir sig: »Aldrei hefir neitt verið kveðið á íslensku, sem annar eins kraftur og kjarni er í«. —- »En krunkið voru söngvar hans um sólina og himininn«. Vmsir urðu til að stríða honum, kveða um hann háðkvæði og jafnvel níð. — Einu sinni orti hann þessa vísu: „Vndi fyllir, ekki sein, ekru spillir skrúða; undir gyllings rómarein rennur Dillihnúða". Þegar]ón Eggertsson íFagradal heyrði þessa vísu, kvað hann: „Frá skáldum prúðum Hannes hallur Hárs í flúði lenda sjóinn. Dillihnúðu hlauna hnallur hrellir skrúð um ekrumóinn". Mest kvað þó að brösum þeim, sem Hannes átti í við Einar á Harastöðum. »Harastaða-Einar óð ælir, kælir lýði«, sagði Hannes. En Einar orti meðal margs annars: „Nær mun Hannes, hortiltanna smiður, fyrir skitið Fjölnis vín fá það vit, að skammast sín“. Vísan þótti vel gerð, og var því á lofti haldið. Ef til vill hefir Hannes fundið, að sjer veitti erfitt að hafa við Einari, þv‘ þegar sjera Guðmundur Einarsson, sem gat verið glettinn, orti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.