Eimreiðin


Eimreiðin - 01.06.1922, Blaðsíða 60

Eimreiðin - 01.06.1922, Blaðsíða 60
188 RITSJÁ EIMREIÐIN (ilraun, hvort hér væri risinn upp meðal vor heimspehingur, sem heimur- inn máske hlustaði á, og gæti varpað ljósi yfir sitthvað, sem ekki væri lítilsvert að fá þekkingu á. Það kostar ekki nema litla peninga, en það má ekki sníða um of við nögl sér. Og þó er það áreiðanlega annar styrkur af almanna eign, sem dr. Helgi þarf enn meira á að halda, en það er, að menn lesi það sem hann skrifar með skilningi, og styðja með því að því, að hann megi ánægður starfa og rólegur hvílast. M. J. Davíð Stefánsson frá Fagraskógi: KVÆÐI Rvík MCMXXII. Þó að Davíð Stefánsson frá Fagraskógi sé enn þá mjög ungur að aldri, er hann þó ekki neinn nýgræðingur Iengur í skáldskapnum. Það er nú talsvert liðið, síðan hann fór að vekja eftirtekt sem ljóðskáld, og sú eftirtekt varð að viðurkenningu, þegar kvæðabók hans, „Svartar fjaðrir", kom út 1919. Að vísu mátti finna ýmislegt í þeim kvæðum hálfþroskað, en það er ekki aðalatriðið um kvæði ungra skálda, heldur hitt, að þar séu tilþrif, sem sýna, að skáldið er til þótt fastatökin séu ekki fullkomin á efni og formi. Nú kemur ný Ijóðabók eftir Davíð, og hún ekki svo lítil, og það sem best er, hún sýnir óefanlega framför. Það er minna af fálmi og hálf* hugsuðu dóti, og meiri festa í því öllu. Þó er ekki þessi bók heldur „fullorðins" verk. Enn þá sleppa með setningar, sem illa standast og eru óþarfar. Hver er t. d. þessi „Marfu systir", sem talað er um í kvæðinu „Brotnar súlur“ (bls. 93). Og dálítið víxlast líkingin í kvæðinu, „En þú varst æfintýr", í þessum hendingum, sem koma tvisvar í kvæðinu: Eg var hin þyrsta þyrnirós en þú hið unga vín. (bls 41.) Ætli þyrst rós væri ekki eins ánægð með vatn? Ekki er hún heldur lofsverð tilgerðin í kvæðinu „Svefnkirkja" (bls. 16—18) þótt vel sé ort- Og elfan sem „spinnur gull og silki“ (bls. 6) minnir nokkuð mikið á blóm á grund glöð í lund gull og silki spunnu. hjá séra Matthíasi. En þó að svona megi telja smávegis, þá er miklu fremur á hitt að minnasf sem gerir bók þessa ágætan feng, sakir fegurðar og skáldskapar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.