Eimreiðin


Eimreiðin - 01.06.1922, Blaðsíða 56

Eimreiðin - 01.06.1922, Blaðsíða 56
184 RITSJÁ eimreiðin Stephensen handa honum, í kirkjusögu, þótt enginn neiti Magnúsi um sitt fulla pláss í almennu sögunni. Síðast er skýrt frá för Hendersons og biblíufélagsstofnuninni. V. kafli er loks saga síðustu aldarinnar, og ber þar margt á góma eins og vænta má, og fljótt yfir sögu farið. Biskuparnir eru nú komnir til Reykjavíkur, og veraldarvafsfur þeirra orðið minna, og fer þeirra þá ekki heldur að gæta jafnmikið í þjóðlífinu. Enda fara nú að vakna aðrar hreyfingar öflugar mjög, sem taka hugina. Færustu mennirnir, menn, sem annars hefðu máske dregist fastar að kirkjunni og helgað henni krafta sína, t. d. Tómas Sæmundsson, dragast enn þá fastar að þjóðfélagsmál- unum, og beita aðal kröftum sínum á því sviði. Saga þessi er rakin laus- lega hér, og verið mjög erfitt að vinsa. Pétur biskup er sá kirkjunnar maður, sem mest ber á, því að hann fær í tveim stöðum mikið áhrifa- vald, fyrst við prestaskólann og svo á biskupsstóli. Skal annars ekki farið frekar út í að rekja efni kaflans. Vfirleitt virðist þetta verk hafa tekist vonum framar, jafn erfitt og þa^ er, einkum að því er snertir síðari partinn. Höf. hefir haft vald á efninu og málið virðist ekki vera honum til neinnar fyrirstöðu. En hart er það, að þessi kirkjusaga skuli þurfa að birtast á erlendri tungu, og góður vottur um vorn eigin vesaldóm. Bókin er prýðileg að frágangi öllum, pappír í besta lagi og fjöldi mynda. Dálítið kennir þess, að myndir hafa verið teknar eftir þvi sem fyrir hendi voru, t. d. eru Vestmannaeyjar og Fjarðarárfoss dálítið út a þekju í kirkjusögu, en hvað um það, myndirnar eru fallegar, og vel má kynna útlendingum þessa staði. Myndin frá Þingvöllum (bls. 73) er ekki þaðan, og hefir það orðið óvart sakir líkingar. — Stór kostur við bókina er hið ágæta og ítarlega registur aftan við hana, 37 tvídálkaðar síður með smáletri. Það er hreinasta „alfræðibók um þetta efni, sem bókin fjallar um, og er ómetanlegt fyrir þá, sem efninu eru ókunnugir, en ekki hefi eg rannsakað það nánar. Síðast er íslandskort. Höfundur og útgefendur eiga þakkir skilið fyrir bókina, og er vonandi að framan við verði prjónað bráðlega. Af. 7- Dr. Helgi Péturss: NVALL. Nokkur íslensk drög til heimsfræði og líffræði. Þriðja hefti. Guðm. Gamalíelsson, 1922. Með þessu hefti Nýals er bókinni Iokið, og er þetta hefti nokkru stærra en hin bæði saman, svo að bókin er alls 524 bls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.