Eimreiðin


Eimreiðin - 01.06.1922, Blaðsíða 4

Eimreiðin - 01.06.1922, Blaðsíða 4
.132 VFIR VATNAH]ALLA OG SPRENGISAND eimreiðin suður yfir gróðurlausar öldur og sanda — alt suður að Hofs- jökli. — Kerlingarskömmin var vísulaus og fanst Hjálmari að hann yrði sem góður og gildur Skagfirðingur að gefa henni einn kveðling. Til Geldingsár. Riðum við nú greiðfæra sanda í SSV. á átta- vita og gekk greiðlega því fremur var undanhalt. Stefndum við nú á miðjan Hofsjökul, því að engar eru vörður eða vegamerki á Vatnahjalla önnur en þau, sem þegar eru nefnd. Sá nú fram- undan vatnadrög nokkur, sem á hægri hönd virtust mynda gil og dalverpi, er gengi frá suðaustri til norðvesturs og síðar norður. Var það ]ökulsá eystri í Skagafirði, sem kemur úr Hofsjökli og Geldingsá, sem í hana fellur að austan. Við Geldingsá er göngukofi og hestahagi og þangað var ferðinni heitið og — komið þegar kl. var 4 um daginn. Við Geldingsá. í Geldingsá er tært bergvatn. Hún er nokkru minni en Glerá, en þó fyrsta vatnsfallið á leiðinni, sem kalla má. Þar eru líka fyrstu hagarnir. Hún rennur frá ASA til VNV, — þ. e. þvert á stefnu vegfarandans, og þess vegna ógerlegt að verða ekki var við hana í björtu. Ekkert gil er að henni, fyr en neðst, skömmu áður en hún fellur í jökulsá. Þar, sem það hefst, er dálítill hvammur. 1 honum stendur kofinn alveg á árbakkanum. í hvamminum er mýrlent og góðir hagar. En kofinn er stór, nýreistur, að mestu leyti fyrir forgöngu og fé konu einnar fremst í Eyjafirði. Vildi hún gera reiðhesti sín- um minnisvarða á þann hátt, að skýla félögum hans fyrir illviðrum í erfiðum fjallferðum — og mönnunum með, auð- vitað! Enda ber kofinn nafn hans og heitir Gráni. Hann rúmar 8 hesta og 4 menn (til næturhvíldar), er hár til risins og sæmilega bjartur, útbúinn suðuáhöldum, ljósmeti og fleira. Alt í besta standi og reglu. Við snæddum þarna í sólskini á árbakkanum framan við kofann, og hvíldum í 1V2 tíma. Eystri Pollar. Frá kofanum fórum við í ca. 5 mín. upp með ánni, áður en við færum yfir hana, en nálega strax sunnan við hana komum við í flóadrög með smátjörnum, sem á kortinu eru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.