Eimreiðin


Eimreiðin - 01.06.1922, Page 4

Eimreiðin - 01.06.1922, Page 4
.132 VFIR VATNAH]ALLA OG SPRENGISAND eimreiðin suður yfir gróðurlausar öldur og sanda — alt suður að Hofs- jökli. — Kerlingarskömmin var vísulaus og fanst Hjálmari að hann yrði sem góður og gildur Skagfirðingur að gefa henni einn kveðling. Til Geldingsár. Riðum við nú greiðfæra sanda í SSV. á átta- vita og gekk greiðlega því fremur var undanhalt. Stefndum við nú á miðjan Hofsjökul, því að engar eru vörður eða vegamerki á Vatnahjalla önnur en þau, sem þegar eru nefnd. Sá nú fram- undan vatnadrög nokkur, sem á hægri hönd virtust mynda gil og dalverpi, er gengi frá suðaustri til norðvesturs og síðar norður. Var það ]ökulsá eystri í Skagafirði, sem kemur úr Hofsjökli og Geldingsá, sem í hana fellur að austan. Við Geldingsá er göngukofi og hestahagi og þangað var ferðinni heitið og — komið þegar kl. var 4 um daginn. Við Geldingsá. í Geldingsá er tært bergvatn. Hún er nokkru minni en Glerá, en þó fyrsta vatnsfallið á leiðinni, sem kalla má. Þar eru líka fyrstu hagarnir. Hún rennur frá ASA til VNV, — þ. e. þvert á stefnu vegfarandans, og þess vegna ógerlegt að verða ekki var við hana í björtu. Ekkert gil er að henni, fyr en neðst, skömmu áður en hún fellur í jökulsá. Þar, sem það hefst, er dálítill hvammur. 1 honum stendur kofinn alveg á árbakkanum. í hvamminum er mýrlent og góðir hagar. En kofinn er stór, nýreistur, að mestu leyti fyrir forgöngu og fé konu einnar fremst í Eyjafirði. Vildi hún gera reiðhesti sín- um minnisvarða á þann hátt, að skýla félögum hans fyrir illviðrum í erfiðum fjallferðum — og mönnunum með, auð- vitað! Enda ber kofinn nafn hans og heitir Gráni. Hann rúmar 8 hesta og 4 menn (til næturhvíldar), er hár til risins og sæmilega bjartur, útbúinn suðuáhöldum, ljósmeti og fleira. Alt í besta standi og reglu. Við snæddum þarna í sólskini á árbakkanum framan við kofann, og hvíldum í 1V2 tíma. Eystri Pollar. Frá kofanum fórum við í ca. 5 mín. upp með ánni, áður en við færum yfir hana, en nálega strax sunnan við hana komum við í flóadrög með smátjörnum, sem á kortinu eru

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.