Eimreiðin


Eimreiðin - 01.06.1922, Page 6

Eimreiðin - 01.06.1922, Page 6
134 VFIR VATNAHJALLA OQ SPRENGISAND eimreiðin Undir Laugarfel/i. Við áðum V2 tíma við laugina og drukkum úr henni. Hún er að því leyti frábrugðin öðrum laugum, sem eg hefi séð, að hún kemur upp í steinþró, á að giska 2 stikna langri V2 stiku breiðri og jafndjúpri, alveg sem steypt að undirlagi Tr. Gunnarssonar til að vatna hestum. Vantar að eins skiltið: »Leyfið hestunum að drekka«. Vatnið ca. 30—40° heitt. — Dálítið kippkorn sunnan við laugina eru tóftir, sem Hjálmar nefndi »Seltóftir«. Er mælt, að Guðmundur ríki á Möðruvöll- um hafi haft þar í seli.1) Klukkan var ekki meira en 8, besta veður, en tekið að kólna og þoka komin á Vatnajökul í suðrinu. Okkur þótti því fullsnemt að setjast að, enda áformað að komast alla leið að Sóleyjarhöfða næsta dag, helst með viðkomustað og dvöl undir Arnarfelli hinu mikla. Hjálmar hafði í. fjallgöngum und- anfarin ár sjeð haglendi álíka langt sunnan Laugarfells og við vorum norðan. Taldi hann þangað klukkustundar ferð, og reyndist það rétt vera. Fórum við þá suður milli Laugarfells á vinstri hönd og Laugarfellshnúks á hægri, — greiðfærar melöldur. Náttstaður. Haglendi það, sem við fundum, var við uppsprettu- lindir nokkrar vestan í ás, er gengur suður úr Laugarfelli. Hag- lendið sýndist gott til að sjá, en reyndist lélegt við nánari skoðun. Skjól var þar sæmilegt, en votlent, þar sem skjólið var best. — Við settumst að í laut uppi undir ásunum, sett- um hvílupokana fremst í hana, en hestana í hana ofar, þar sem hún var stærri, dýpri og votlendari, og meira var hag- lendi. í sjóndeildarhringnum höfðum við háar melöldur í suðri (Háöldur) og Laugavatnshnúk í norðvestri, en framundan flat' neskja með smálækjarsprænum, sem hurfu við sandhóla nokkra, er bar í norðausturhornið á Hofsjökli. Og í vestri og suðvestri lokaði Hofsjökull sjóndeildarhringnum. Hann stóð þar hár og hrikalegur í rúmri mílufjarlægð með mjallhvíta, slétta fannbreið- una yfir kolsvörtum, úfnum klettasnösunum. 1) Daniel Bruun telur, aö þar muni hafa varið „haft í seli í svarta dauða", og er sennilega átt við að þangað hafi verið flúið undan pest inni._(Geogr. Tidskrift 1901—02, síða 228).

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.