Eimreiðin


Eimreiðin - 01.06.1922, Blaðsíða 6

Eimreiðin - 01.06.1922, Blaðsíða 6
134 VFIR VATNAHJALLA OQ SPRENGISAND eimreiðin Undir Laugarfel/i. Við áðum V2 tíma við laugina og drukkum úr henni. Hún er að því leyti frábrugðin öðrum laugum, sem eg hefi séð, að hún kemur upp í steinþró, á að giska 2 stikna langri V2 stiku breiðri og jafndjúpri, alveg sem steypt að undirlagi Tr. Gunnarssonar til að vatna hestum. Vantar að eins skiltið: »Leyfið hestunum að drekka«. Vatnið ca. 30—40° heitt. — Dálítið kippkorn sunnan við laugina eru tóftir, sem Hjálmar nefndi »Seltóftir«. Er mælt, að Guðmundur ríki á Möðruvöll- um hafi haft þar í seli.1) Klukkan var ekki meira en 8, besta veður, en tekið að kólna og þoka komin á Vatnajökul í suðrinu. Okkur þótti því fullsnemt að setjast að, enda áformað að komast alla leið að Sóleyjarhöfða næsta dag, helst með viðkomustað og dvöl undir Arnarfelli hinu mikla. Hjálmar hafði í. fjallgöngum und- anfarin ár sjeð haglendi álíka langt sunnan Laugarfells og við vorum norðan. Taldi hann þangað klukkustundar ferð, og reyndist það rétt vera. Fórum við þá suður milli Laugarfells á vinstri hönd og Laugarfellshnúks á hægri, — greiðfærar melöldur. Náttstaður. Haglendi það, sem við fundum, var við uppsprettu- lindir nokkrar vestan í ás, er gengur suður úr Laugarfelli. Hag- lendið sýndist gott til að sjá, en reyndist lélegt við nánari skoðun. Skjól var þar sæmilegt, en votlent, þar sem skjólið var best. — Við settumst að í laut uppi undir ásunum, sett- um hvílupokana fremst í hana, en hestana í hana ofar, þar sem hún var stærri, dýpri og votlendari, og meira var hag- lendi. í sjóndeildarhringnum höfðum við háar melöldur í suðri (Háöldur) og Laugavatnshnúk í norðvestri, en framundan flat' neskja með smálækjarsprænum, sem hurfu við sandhóla nokkra, er bar í norðausturhornið á Hofsjökli. Og í vestri og suðvestri lokaði Hofsjökull sjóndeildarhringnum. Hann stóð þar hár og hrikalegur í rúmri mílufjarlægð með mjallhvíta, slétta fannbreið- una yfir kolsvörtum, úfnum klettasnösunum. 1) Daniel Bruun telur, aö þar muni hafa varið „haft í seli í svarta dauða", og er sennilega átt við að þangað hafi verið flúið undan pest inni._(Geogr. Tidskrift 1901—02, síða 228).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.