Eimreiðin


Eimreiðin - 01.06.1922, Síða 7

Eimreiðin - 01.06.1922, Síða 7
EIMREIÐIN YFIR VATNAH]ALLA OQ SPRENGISAND 135 Nótt á háfjöllwn. Eigi höfðum við fyr gengið frá hestunum og tekið sundur hvílupoka og leyst frá malpokum, en þokubakkinn frá Vatnajökli þokaðist yfir Háöldurnar sunnan við okkur. Sveif hann strax yfir okkur, lokaði öllu útsýni og færði okkur úðaregn, sem strax þéttist í verulega úrkomu með snjóhraglanda og krapi. Sáum við okkur það ráð vænlegast, að binda saman hestana og breiða yfir þá og skríða sem skjótast í hvílupok- ana áður en við yrðum gagndrepa. — Myrkrið færðist yfir og hrapið lamdi á hvílupokunum, sem voru klæddir olíudúk. — Brátt dró úr lemjandanum á hvílupokana, — það var drepið léttara og léttara á þá, og við urðum þess varir að hvílupoka- lokið þyngdist og féll betur að höfðinu. — Það var hreinn snjór. En hlýjan í pokunum og þreytan hjálpuðust að því að svæfa okkur og þessi léttu og þéttu slög sjókornanna á poka- lokin urðu sem svæfandi söngleikur í ómælanlegri næturkyrð <>ræfanna. Næsti morgunn. Okkur varð þó efgi svefnsamt um nóttina. Hestarnir voru ókyrrir, snerust um sjálfa sig og þrisvar varð Hjálmar að færa þá, svo að þeir snerust ekki ofan á okkur. — Hl. 5 var nær fullljóst svo að við fórum úr pokunum. Var þá al- hvítt og snjóskán á pokunum. Með deginum létti jelinu, en þokan helst með úrkomu hraglanda og þéttingskalda úr útsuðri og leysti snjóinn brátt. — Við drógum fram malpokana og lyfja- Slasið, sem við átti, og hrestumst af því og matnum. — Hvergi sé til lofts og útlitið var ískyggilegt. Okkur kom saman um, að Vart myndi svo bráðs óveðurs að vænta, að ekki hefðum við °hkur suður á Sprengisandsveg, og hann suður með vörðun- Um> enda var engin loftvog í förinni til að telja úr okkur hjark. Hinsvegar var föst vindstaða og tveir áttavitar til að h’YSgja rétta stefnu. í slíkri þoku og illviðri þótti okkur óálit- Hgt að fara í Arnarfell, enda ekkert keppikefli að vera þar nema í góðu veðri. Yfir Háöldur og Þjórsárdrög. Við bjuggum í snatri upp á hestana, og héldum af stað kl. 6 í SSA. með vindstöðu skáhalt á hægri hlið. Riðum við fyrst yfir nefndar Háöldur. Deila þær vötnum milli norðurs og suðurs. Sunnan undir þeim taka við

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.