Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1924, Qupperneq 19

Eimreiðin - 01.10.1924, Qupperneq 19
Eimreiðin SAMBAND ÍSLANDS OG DANMERKUR 331 6ru bæði jafn rétthá ríki og því eru þjóðréttarskifti þeirra á nieðal. Skifti íslands við Danmörk eru einn þáttur utanríkismála þess. Danmörk getur vitanlega ekki farið með þessi utanríkismál landsins. í sambandslögunum, 15. gr., segir, að hvert landið ráði, hvernig það gæti hagsmuna sinna í hinu. I fyrstu heyrð- ist því haldið fram í Danmörku, að ísland gæti ekki sent »diplomatiskan« sendimann til Danmerkur, af því að Danmörk íæri með utanríkismál íslands. En þessa röngu skoðun hafa stjórnir landanna ekki aðhylst. 1920 var héðan sendur til Danmerkur sendiherra, er naut þar sömu réttinda og aðrir þesskonar umboðsmenn. íslendingar hafa að vísu ekki um- boðsmann með sendiherra-nafnbót nú í Danmörku, en þeir hafa þar þó enn þá »diplomatiskan« umboðsmann með em- bættisheitinu: Chargés d’affaires. Danmörk sendi hingað síðla ársins 1919 umboðsmann með sendiherranafnbót (»overordentlig Gesandt og befuldmægtiget Minister«). Sendimaður þeirra er því líka »diplomatiskur«. En sá er þó munur á honum og öðrum sendiherrum Danmerkur, að ráðuneytisforseti (»Statsminister«) ber ábyrgð á skipun bans og lausn og að hann lýtur þessum ráðherra, í stað þess, að utanríkisráðherra Danmerkur undirritar með konungi skip- unarbréf annara sendiherra, og þeir lúta honum í hvívetna. Það er að vísu ekki í verkahring Islendinga, að segja Dön- um fyrir um það, hver af stjórnarvöldum sínum þeir skuli láta fara með þetta mál eða hitt. En það hefur ýmsum þótt óvið- hunnanlegt, að Danir skyldi fará öðruvísi með þetta utanríkis- mál sitt en önnur. Hvers vegna var ekki þessi sendiherra lát- inn lúta utanríkisráðherra Dana eins og hinir. Var það af því, að danska stjórnin vildi sýna með því, að skifti íslands og Danmerkur væri ekki þjóðréttarskifti, heldur ríkisréttar, að skiftin við ísland væri ekki utanríkisskifti? Eða var það af því, að óviðkunnanlegt þótti, að utanríkisráðherra Dana, sem fer með umboð íslands í utanríkismálum þess, færi hér með danskt utanríkismál, þar sem ísland, umbjóðandi hans, væri annar aðilinn? Eða var það ef til vill líka fyrir það, að ís- landi, sambandslandi Danmerkur, væri enn meiri sæmd í því, að hafa við ráðuneytisforsetann að skifta í þessu máli? Þess-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.