Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1924, Side 20

Eimreiðin - 01.10.1924, Side 20
332 SAMBAND ÍSLANDS OG DANMERKUR eimreidIN um spurningum skal hér látið algerlega ósvarað, því að gögn brestur til að svara þeim. ísland hefur sjálft utanríkismál sín, þó að Danmörk hafi umboð til að fara með þau. Islenzkur ráðherra ber ábyrgð á þeim með sama hætti sem á öðrum stjórnarathöfnum. Alþingi getur einungis snúið sér til íslenzku stjórnarinnar vegna ís- lenzkra utanríkismála. Og íslenzkur ráðherra hlýtur að fara sjálfur með utanríkismál þau, sem Island hefur við Danmörku, þar á meðal samningagerðir, og hafa gætur á því, að Dan- mörk fari vel með utanríkismál íslands. Ennfremur verður ís- lenzkur ráðherra að annast samningagerðir við önnur ríki eftir 17. gr. stjórnarskráinnar, með því að honum er ætlað að bera ábyrgð á samningum, er konungi er ætlað að gera. Af þessu öllu er Ijóst, að ísland verður að hafa sinn utamíkis- ráðherra. Hingað til hefur forsætisráðherra gegnt þessum utan- ríkismálum án þess að hann hafi verið skipaður utanríkisráð- herra og án þess að nokkuð hafi verið um það ákveðið, hver íslenzkra ráðherra skyldi fara með þetta mál. Það 'kann ekki að skifta miklu máli í verki og framkvæmd, hvort ákveðnum ráðherra eru með sérstökum konungsúrskurði mál þessi falin eða ekki, en það á að sjást, að ísland hafi sín eigin utan- ríkismál, og einn vegurinn til þessa er að kveða á um það, að einhver ákveðinn ráðherra fari með þau. Þá má minnast á landhelgisgæzluna. Eftir 8. gr. sambands- laganna hefur Danmörk tekið á sig skyldu til fiskiveiða- gæzlu í landhelgi Islands, þó með þeim fyrirvara, að eis1 þyrfti Danir að auka gæzluna frá því, sem var, þegar sam- bandslögin komu til framkvæmdar. Það var vitað þá, að land- helgisgæzla Dana hér við land var ófullnægjandi, og íánm mun hafa komið til hugar, að hún yrði nokkurn tíma einhlít- Það hefur víst verið mörgum ljóst, að aldrei fengist viðunandi skipun á því máli, fyrr en Islendingar hefði sjálfir nægileS3 mörg skip, mönnuð íslenzkum skipshöfnum, til að g®*3 landhelgi sinnar. Þess verður aldrei að vænta, að erlendm menn hafi slíkan áhuga á því máli sem íslenzkir menn. Og eitt varðskip hlýtur jafnan að verða allskostar ónógt. íslend- ingar hafa því um hríð gert sjálfir út báta til fiskiveiðagæzh1 á ákveðnum svæðum. Og nú í sumar hefur sÞór«, skip þeirra

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.