Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1924, Side 29

Eimreiðin - 01.10.1924, Side 29
eimreiðin FERÐ YFIR ATLANTSHAFIÐ 341 únum. — Eg horfði þó ekki í þá tímatöf, því ætíð er hægt að hafa nóg fyrir stafni í London. Eg vildi ekki gefast upp við að ná í pláss með einu af stærri skipunum. Daglega var hægt að fá far með minni skipum, kringum 20 þús. smálestir að stærð, en það nægði mér ekki. Berengaria féll mér hins- vegar vel í geð, því hún var nógu stór eða 52,706 smálestir að stærð. — Aðeins tvö skip eru í heiminum stærri en hún, Olympic, sem er 54 þúsund smál., og Leviatan, sem er rúmar 58 þús. smál., en munurinn er ekki verulega tilfinnanlegur. 2. 011 stærstu Atlanshafs-skipin halda til í Southampton, þegar þau eru í höfn á Englandi. Þar eru skipakvíar stærstar. Þang- að fór eg frá London, sem er 4 tíma ferð með járnbrautarlest. Var mér nú forvitni á að sjá og kynnast farkostinum. Þar lá Berengaria við hafnargarðinn, spölkorn frá, þar sem járnbrautarlestin nam staðar. Eftir að hafa afhent einum skipsþjónanna farangur minn, íók eg mér göngutúr meðfram skipinu til að virða það fyrir mér. Það tók tímakorn að ganga frá einum enda þess til annars, því það er 905 fet á lengd. Datt mér þá í hug vísan úr Svoldarrímum um »Orminn langa«: „Heil var stund frá höföi að sjá, er hljóp á storðu boða, þar til mundu aftan á ýtar sporðinn skoða“. Hátt var upp að lyftingunni, líkt og upp á þak á stórhýsi; Wargar voru gluggaraðirnar, þrír voru reykháfarnir, en að eins <vö siglutrén — og langt á milli þeirra. Laglegur þótti mér knörinn, en þó ekki eins stórkoslegur eins og eg hafði átt von á. Og það verð eg að segja, að meira þótti mér koma til »Orms- 'ns langa«, þegar eg í æsku heyrði fyrst frá honum sagt. En það sá eg fljótt, þegar eg var kominn um borð, að nóg var Plássið á þilfarinu, aftan til á skipinu, til þess að »Ormurinn langi« gæti staðið þar til prýðis. Orkin hans Nóa hefði líka yel rúmast frammi í skipinu; en í lestinni hefði vel mátt koma fyrir í einni kássu bæði ]árnbarðanum, Trönunni og Orminum

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.