Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1924, Page 34

Eimreiðin - 01.10.1924, Page 34
346 FERÐ VFIR ATLANTSHAFIÐ EIMREIÐIN tóbakið í stað þerripappírs til að þurka upp blek. En annar þjónustumaður kom á eftir með sorpskóflu og kúst til að hirða góðgætið. — Á afviknum stöðum á skipinu sást enn fremur, að gert er ráð fyrir að menn kynnu að selja upp- Þar stóðu nokkurskonar blótstallar úr hvítum leir, en þegar að var gáð, voru það stór trog með afrensli niður holan stöpulinn. Þessi ölturu sjávarguðsins standa úpp við vegg og sóma sér vel með gyltum handriðum beggja vegna, og eru handriðin ætluð fórnfærandanum til að halda sér í. Þessu er líkt háttað og í þýzkum ölhúsum, þar sem gert er ráð fyrir. að menn drekki meira en góðu hófi gegnir. 6. Milli máltíðanna gerði eg ýmist, að ganga um uppi á þil* fari og teyga heilnæma sjávarloftið, eða eg sat inni á skrif- stofu eða inni á reykskálanum og Ias eða skrifaði. Þar sátu menn við borð, röbbuðu saman eða tefldu og spiluðu. En stundum sat eg inni í kvennaskálanum og hlustaði á söng og hljóðfæraslátt, því þar voru ýmsir menn eða konur, sem kunnu að skemta farþegunum. Þar sátu konur af ýmsum aldri — misjafnlega fríðar, og börn léku sér þar á gólfinu. Þegar gott var veður á daginn, var mestallur hópurinn úti á þilfarinu, og margir höfðust þar við mikinn hluta dagsins, liggjandi í hæg- indastólum — vafðir brekánum. — En unga fólkið lék sér allavega, og stundum fóru fram kappleikir, t. d. var mér star- sýnt á kapphlaup, sem öllum þótti gaman að. Keppendur fóru úr stígvélunum, sem síðan var ruglað saman og öll bundin > stóra kippu. Jafnskjntt og hlaupið byrjaði, var kippunni kastað inn á miðjan skeiðvöllinn, og nú áttu keppendur að ná sínuæ réttu stígvélum hver þeirra, fara í þau og reima þau að sér, og var þetta heldur en ekki tímatöf fyrir keppendur. Nokkur kveldin var danzleikur haldinn á þilfarinu og tjaldað af ákveðið svæði með margra þjóða fánum, en þýzki fáninn sást ekki, og þótti sumum Þjóðverjum það svo móðgandi, að þeir tóku ekki þátt í danzinum. Hljóðfærasveit skipsins spilaði undir, og þótti mér mest gaman að athuga þann sem sló trumburnar, því þær voru tvær, önnur minni, sem hann hafði

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.